25.04.1938
Neðri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 624 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

63. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Ég skal ekki lengja umræður um málið. En ég hélt, að öllum væri kunnugt, að bæjarfélög hafa ekki verið talin hafa of miklar tekjur. Stöðugar kröfur hafa verið uppi um nýja tekjustofna handa þeim. Og meðan ekki er séð, hvort Vestmannaeyjar fá nokkuð að gagni úr jöfnunarsjóði, finnst mér ekki rétt að fella niður þennan tekjustofn, sem bæjarfélagið þarf til að halda sér í horfinu. Það hefir fulla nauðsyn á að halda í þennan rétt sinn (ÍslH: Þetta er ekkert réttlæti. Það er gamalt óréttlæti). Það er sama réttlætið nú og áður.