04.03.1938
Neðri deild: 14. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (810)

41. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla útlendinga o. fl.

*Flm. (Jakob Möller):

Þetta frv. er flutt af þm. Reykjavíkur eftir ósk bæjarráðsins. Það miðar að því að gera auðveldari innheimtu skatta og útsvara af útlendingum, sem hafa stutta viðdvöl í landinu.

Ég sé ekki ástæðu til á þessu stigi málsins að fara nánar út í efni frv., en vil mælast til þess, að það fái að ganga til 2. umr. og n., og mun þá n. að sjálfsögðu athuga málið nákvæmlega og gera breyt. á því, ef þurfa þykir.