18.03.1938
Neðri deild: 28. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það kom fram hjá hv. þm. Ísaf. og hv. 3. þm. Reykv., að í fyrra hefði legið fyrir frv. í Ed. af hálfu Alþfl. um rannsókn á rekstri togaraútgerðarinnar, sem Framsfl. hefði verið á móti, og fannst því hv. 3. þm. Reykv. vera hér um stefnubreyt. að ræða hjá Framsfl. Ég vil taka það fram, að í þessu frv. í fyrra var ekki einungis um rannsókn á rekstrinum að ræða, heldur var um Ieið ákveðið um framtíðarskipulag togaraútgerðarinnar yfirleitt, og það var aðeins af þeirri ástæðu, að Framsfl. var á móti frv. Hér er því ekki um að ræða neina stefnubreyt. Ég vil líka benda hv. þm. á, að nú er nokkuð annað viðhorf en áður gagnvart þessum málum, þar sem útgerðarmenn hafa snúið sér til Alþingis og leitað ásjár þess til bjargar atvinnurekstrinum. Hv. 3. þm. Reykv. sagði, að í þessu væri líka um stefnubreyt. að ræða hjá Framsfl. Áður hefði hann sagt, að togaraútgerðin kæmi Alþingi ekkert við, heldur bara bönkunum. Þessu hefir Framsfl. aldrei haldið fram. heldur hinn, að bankarnir yrðu að segja til um, hvort þeir vildu lána einstökum fyrirtækjum eða ekki, og þar væri ekki hægt að gripa fram í, nema hafa áhrif á forstöðu bankanna.

Þetta frv. er fyrst og fremst yfirlýsing flokksins um, að ástand togaraútgerðarinnar sé meinsemd, sem þurfi að lækna. Framsfl. hefir ekki trú á, að sú lækning fáist, nema með verulega breyttu skipulagi.

Hvort samkomulag næst við aðra aðilja um þetta, er mál, sem verður að bíða þess tíma.