18.03.1938
Neðri deild: 28. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 653 í B-deild Alþingistíðinda. (856)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

Forseti (GSv):

Þessar umr. hafa farið nokkuð út fyrir þann ramma, sem frv. hefir gefið tilefni til, en þó ekki um skör fram, en á milli tveggja hv. þm. hafa farið fram ummæli, sem í raun og veru eru ekki viðurkvæmileg á þingi, og vænti ég, að þau vegi salt. Ég vil vona, að þeir hafi þegar jafnað um það, sem þeir vilja hnýta hvor í annan persónulega, og þurfi því ekki að neyta slíkra bragða í aths. Annars er áliðið þingtímann í dag, og þar sem fundi verður slitið í síðasta lagi kl. 4, væri æskilegt, að hv. þm. tækju tillit til þess, ef umr. á að verða lokið.