27.04.1938
Efri deild: 55. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (889)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Þessi till., sem hér liggur fyrir á þskj. 351 og sjútvn. flytur, miðar að því að ætla rannsóknarnefndinni að leita upplýsinga hjá stéttarfélögum togarasjómanna og félagi togaraeigenda. Í frv-. er gert ráð fyrir, að þessi n. hafi heimild til þess að heimta öll skjöl og skilríki, sem hún óskar hjá útgerðarmönnum. En hinsvegar verður að lita svo á, að ýmiskonar fróðleikur geti verið, sem n. þurfi að vita og þeir, sem vinna á togurunum, geti látið í té, ekki sízt viðvíkjandi tilhögun við fiskveiðar og því, hvað megi spara í því efni á einn eða annan hátt. Þessi till. miðar að því, að n. þessi sé bundin við að leita upplýsinga hjá þessum mönnum. Það má einnig búast við, að félagsskapur togaraeigenda hafi eitthvað það fram að leggja í þessum málum, að hann geti veitt n. einhverjar þarfar upplýsingar. Þetta vakir fyrir sjútvn. með þessari till., sem kemur þá í staðinn fyrir þá till., sem hér hefir verið borin fram um að ákveða eitt einstakt félag til þess að láta þessar upplýsingar í té. — Ég hygg, að þefla ætti ekki að vera neitt þessu máli til tafar, því að það getur varla orðið neinn styr um svo einfalda till. og þá, sem hér er á ferð. Vænti ég þess, að hv. þd. geti fallizt á að samþ. till.