04.03.1938
Neðri deild: 14. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (899)

40. mál, hafnargerð á Raufarhöfn

*Flm. (Gísli Guðmundsson):

Ég er töluvert hissa, og ég býst við, að allir hv. þdm. séu það, á þeirri rekistefnu, sem hv. þm. G.-K. er með út af því, að ég flyt hér venjulegt frv. til hafnarlaga, að beiðni hreppsnefndar í kjördæmi mínu. Ég hefi aldrei vitað dæmi þess hér á þingi, að þm. rísi upp með offorsi út af slíku. Hitt er náttúrlega svo ómerkilegt atriði, sem hv. þm. er að tala um, að ég tel það ekki þess vert að vera að karpa um það við hann. Það er auðveit að sýna honum bréfið, sem mér barst frá oddvita hreppsnefndarinnar um að flytja frv. Ef ég nennti að eiga í því, þá væri hægðarleikur að sýna fram á, að allt, sem hv. þm. G.-K. hefir sagt um það, hvernig frv. er til komið og að ég hafi hnuplað þessu máli, er markleysa ein og enginn fótur fyrir.

Ég skal svo ekki hafa um þetta fleiri orð, en ég skil ekkert í því, að hv. þm. skuli vera með þessa rekistefnu út af því, að ég flyt venjulegt hafnarlagafrv. hér í d.