09.12.1939
Sameinað þing: 18. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

1. mál, fjárlög 1940

4) PZ:

Þar sem ég verð að líta svo á, eftir yfirlýsingu frsm. fjvn. við umr. í gær, að hæstv. atvmrh. hafi í sambandi við stjórn Eimskipafélags Íslands skuldbindið sig til að sjá um, að Eimskipafélag Íslands haldi uppi strandferðum hér við land eins og á undanförnum árum, og að ef svo verður ekki, eða ef þörf verður meiri strandferða, þá verði þrátt fyrir það, hvað þessi fjárveiting er lág, Súðin látin annast strandferðir ásamt Esju, enda þótt liðurinn þá fari fram úr áætlun, þá segi ég já.