28.12.1939
Sameinað þing: 22. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (1034)

1. mál, fjárlög 1940

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Í nál. fjvn. er þess getið, að áætlun tekjubálksins hafi ekki verið gerð. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að till. um tekjuliðina komi nú síðar fyrir þessa 3. umr. fjárlfrv., en ég vil biðja hv. þm. að afsaka, að þessar till. eru ennþá ókomnar. Vegna anna hafði fjvn. ekki lokið athugunum sínum á frv. fyrr en í dag. Till. hennar við tekjubálkinn eru nú í prentun, en þeim verður vonandi útbýtt hér síðar í kvöld. Ég mun því ekki víkja að tekjubálkinum nú að þessu sinni, heldur geyma það þangað til þeim till. fjvn. verður útbýtt. Ég vil þó aðeins geta þess, að á tekjubálkinum voru gerðar nokkrar lækkunartill., og ennfremur hækkunartill., og munu hækkunartill. hafa numið um 450 þús. kr. umfram lækkunartill. Ennfremur eru hækkanir á 3. gr., sem snerta ríkisstofnanir. Munu þær nema um 350 þús. kr., þannig, að hækkanir tekna umfram lækkanir verða samkv. till. n. um 800 þús. kr. Nánar mun ég víkja að þessu, eins og ég gat um, þegar till. þeim, sem nú eru í prentun, verður útbýtt.

Ég vil þá víkja að þeim brtt., sem fyrir liggja á þskj. 587. Skal ég hafa um þær svo stutt mál sem verða má. Fjöldamargar till. þurfa engrar skýringar við. Annarsvegar skýra þær sjálfar það, sem farið er fram á með þeim, og í öðru lagi liggur ljóst fyrir, að margar þeirra eru aðeins leiðréttingar, einkum þó þær, sem stafa af aukinni dýrtíð, t. d. þær till., sem snerta sjúkrahúsin, matvæli, lyf, sáraumbúðir, fatnað, kol o. þ. h. Mun ég því sleppa að mestu að ræða slíkar till., þar sem hv. þm. sjá, hvað meint er með þeim, án þess að þeim fylgi skýringar.

1. brtt. n. á þskj. 587 skýrði ég nokkuð við 2. umr. fjárlfrv. Þar er lagt til, að tillagið til fiskimálasjóðs verði fellt niður, og þrátt fyrir það, að n. missi þarna verulegan hluta af sinum starfsmöguleikum, þá hefir hún þó yfir nokkrum tekjum að ráða. En þar sem fram mun koma önnur brtt. við þennan lið frá fjvn., þá tekur hún aftur þessa 1. brtt. á þskj. 587.

Till. 2–6 þurfa ekki skýringar við.

7. till. er um 1000 kr. hækkun vegna námskeiða, sem landssíminn hefir haldið vegna loftskeytamanna.

8. og 9. till. þurfa ekki skýringar við.

10. till. er um að hækka greiðslu vaxta af erlendu láni úr 170 þús. kr. upp í 219 þús. Er það vegna gengisbreyt.

11. till. er um 20 þús. kr. framlag til nýrra símalína, nýr liður. Annars er ekki lagt til, að lagðar verði neinar nýjar símalínur á næsta ári, að undanteknum þessum tveimur. Það er Tjörneslína og línan Hemla-Álfhólar í Landeyjum í Rangárvallasýslu. Þessum báðum línum var lofað í fyrra, en vegna þess að þær komu ekki á yfirstandandi ár, taldi n. sjálfsagt að standa við það, sem þá hafði verið ætlazt til.

12. brtt. er um að hækka útsvar áfengisverzlunarinnar, að sjálfsögðu vegna þess, að tekjuhækkun hefir orðið á þeirri verzlun.

13. till. er hækkun vegna rekstrarkostnaðar, og í þessu tilfelli á eldsneyti.

14. till. er um nokkrar breyt., sem n. leggur til, að gerðar verði við ríkisútvarpið. Starfsmannalaun eru þar aðeins leiðrétt, eftir því sem nefndin fékk næst komizt. Um útvarpsefnið er það að segja, að þessi lækkun, sem felst í till. n., úr 83 þús. niður í 60 þús., er vegna þess, að hljómsveitarkostnaðurinn er tekinn þar út úr og settur sem sérstakur liður, að upphæð 15 þús. kr. N. er ljóst, að sú upphæð muni þó ekki nægja til að kosta hljómsveit útvarpsins, en n. hefir í huga, að sjóði, sem Guðjón Sigurðsson stofnaði og á sínum tíma var ætlaður til að styrkja hljóðfæraslátt og hljómleika, væri varið til hljómlistarstarfsemi útvarpsins, þó að hann væri vitanlega ekki bundinn við útvarpið, þegar hann var stofnaður, því að það var þá ekki til, en líkur eru til, að heimild sé til að nota þennan sjóð til að styrkja hljóðfæraslátt í útvarpinu, og fengist þá nægilegt fé í þessu skyni, fyrst þessi fjárveiting, sem hér ræðir um, og svo ef leyfilegt reyndist að nota músíksjóð Guðjóns Sigurðssonar.

C-liður, 2 felur í sér nokkurt nýmæli. Er þar lagt til, að veittar verði til málfegrunar 1000 kr., eftir fyrirmælum kennslumálastjórnarinnar. Það er skoðun margra manna, sem vit hafa á íslenzku máli, að því sé allveruleg hætta búin, vegna þess hversu margt er afbakað í málinu. Gera má ráð fyrir, þó að nokkuð sé erfitt að finna ráð gegn slíku, að ekki væri ólíklegt, að verulegt gagn gæti orðið að því að flytja fagurt íslenzkt mál í útvarpið. Yrði vitanlega að vanda vel val á mönnum til þess starfs. Væri hægt að fá almenning til að hlusta á slík erindi, þá gæti þetta orðið a. m. k. að nokkru gagni.

D-g-liðir þessarar brtt. eru aðeins leiðréttingar og þurfa ekki skýringar við.

15. og 16. till. þurfa engrar skýringar við. Það eru leiðréttingar, sem þar er um að ræða. 17. brtt. er um að leggja niður raftækjaeinkasölu ríkisins. Um það mun vera samkomulag meðal flokkanna, og þarf því ekki að fjölyrða um þá brtt.

18. till., sem er við 10. gr., og einnig sú 19. eru báðar viðvíkjandi stjórnarráðinu. N. ber þessar brtt. fram vegna þess, að ráðuneytunum var fjölgað úr 3 upp í 5. Kostnaður við hvert ráðuneyti hefir verið áætlaður svo nærri lagi sem n. taldi sér kleift.

20. till. er um kostnað við ríkisféhirzlu og bókhald. Ég skal geta þess, að n. er ljóst, að upphæðin mun ekki vera alveg rétt, miðað við það fólkshald, sem er í þeirri stofnun, en ég tel sjálfsagt, að stjórnin ráði fram úr því með því að láta greiða þau laun, sem þarf til þess að inna af hendi þá vinnu, sem þarna er heimtuð.

21.–31. till. þurfa engrar skýringar við. Þær eru leiðréttingar um hækkun á kostnaði vegna verðhækkunar á pappír, eldsneyti o. fl.

32. till. er um að hækka kostnað við lögreglu í Reykjavík úr 50 þús. kr. upp í 80 þús. Er það eingöngu gert vegna l. um lögreglumenn. Má vel vera, að liðurinn sé ekki rétt áætlaður. Fer það eftir því, hvað mikið verður fjölgað í lögregluliðinu, en hinsvegar ekki hægt að segja um það með vissu.

33. og 34. till. eru báðar samkv. áætlunum, sem fjvn. hefir haft til athugunar.

35. till. er um framlag til byggingar fangahúsa. Er þetta kostnaður vegna byggingar fangahúss á Akureyri. Húsið er þegar byggt, og þetta er ríkissjóðstillag samkv. l. um byggingar fangahúsa.

36. og 37. till. eru báðar settar samkv. reynslu.

38.–40. till. þurfa ekki skýringar við.

41. till. er um ríkisskattanefnd. Í frv. eru áætlaðar 16 þús. kr. til ríkisskattanefndar. Fjvn. leggur til, að n. fái nú ákveðna borgun, 10 kr., fyrir hvern fund, sem hún heldur. Með því mundi sparast um 2 þús. kr. Þó skal ég játa, að um þetta er engin vissa.

42. till. er aðeins vegna verðhækkunar á pappír. Um 43. till. vil ég segja það, að fjvn. þótti rétt að taka þarna upp 600 kr. launauppbót til landlæknis, ef sú skipun yrði á gerð, að það eftirlit með lyfjabúðum, sem hann hefir nú, yrði af honum tekið og falið öðrum manni, sem ekki væri óeðlilegt, þar sem sá maður er lyfjafræðingur og starfar við háskólann og hjá áfengisverzlun ríkisins. Það liggur ekki á starfssviði fjvn. að ákveða þetta og óvíst, hvort svo verður, en ef það yrði, þá eru rýrðar tekjur landlæknis til muna. N. vill aðeins mæta þessari tekjurýrnun með því að láta landlækni fá þessa persónulegu launauppbót, en ætlast vitanlega til, að hann fái hana því aðeins, að eftirlitið með lyfjabúðunum verði fengið öðrum í hendur.

45. till. þarf engrar skýringar við.

46. till. er um daggjöld sjúklinga. N. taldi ekki óeðlilegt, þar sem allur kostnaður við sjúkrahúsin stigur til mikilla muna, að daggjöld sjúklinga í landsspítalanum séu lítillega hækkuð, og ber því fram till. um, að þau hækki um eina krónu. Það er vitanlega ljóst, að sjúklingar eiga erfitt með að standast kostnað af sjúkrahúsvist, en það má einnig heita alveg ókleift fyrir ríkið að mæta öllum þeim vaxandi kostnaði, sem nú blasir við, án þess að hækka daggjöldin. Hinsvegar leggur n. til, að skurðstofugjaldið verði fellt niður. Er það gert á þeim grundvelli, að þar, sem sjúkrasamlög eru, hafa þau samið við sjúkrahús ríkisins, og þar af leiðandi fellur dálitið þyngra sjúkrahúsgjald á þá einstaklinga, sem lagðir eru inn á landsspítalann án þess að þeir séu í sjúkrasamlagi. Hinsvegar leggur n. til, að eftir standi 6 þús. kr., sem yrði þá vegna fæðingarstofugjalds, sem mun vera innifalið í þeim lið frv., sem kallaður er skurðstofugjald o. fl.

47.–51. till. þurfa engrar skýringar við. Eru þær gerðar samkv. áætlun frá skrifstofu ríkisspítalanna.

Um styrkinn, sem veita á til að reisa læknabústaði og sjúkraskýli, vil ég geta þess, að n.

leggur til, að þessari fjárhæð verði skipt þannig:

Húsavík

1500 kr.

Bíldudalur

3000 -

Laugarás

500 —

Höfn í Hornafirði

2500 —

Dalvík

2500 —

Til ráðstöfunar fyrir heilbrigðisstj.

3000 —

Samtals

13000 kr.

Þá er hér lagt til í 52. till. að veita til Akureyrarspítala 15000 kr. Er það nýr liður. Fyrir 3 árum síðan var það álit heilbrigðisstj. ríkisins og lækna, er til þekktu, að Akureyrarspítali svaraði ekki kröfum tímans, bæði væri húsrými ónóg í skurðstofu og röntgenstofu, áhöld ófullnægjandi og húsið væri svo úr sér gengið og kalt, að ekki væri lengur við það unandi. Þess vegna var undirbúningur hafinn um byggingu á nýjum og fullkomnum spítala, en bæði vegna vanefna og eins vegna gjaldeyrisvandræða varð að ráði að nota fyrst um sinn gamla spítalann, en ljúka nú þegar við byggingu skurðstofu og röntgenstofu í þeirri nýju spítalabyggingu. Því verki er nú því nær lokið, og er allur kostnaður um 151 þús. kr. Leggur fjvn. nú til, að ríkið greiði 15 þús. kr. upp í þennan kostnað.

Þá liggja ekki fyrir fleiri brtt. við 12. gr. Þá kem ég að 53. brtt., en það er fyrsta brtt. við 13. gr., og koma þar fyrst vegirnir. En með því að hv. þm. er vel kunnugt um þarfir landsmanna á vegum og bættum samgöngum, og hinsvegar nóg við upphæðirnar að gera til þess að bæta og auka vegakerfið, þá ætla ég ekki að eyða tíma í að rökstyðja þær upphæðir, sem varið er til einstakra vega, þar sem skýringin er í sjálfu sér augljós í sjálfum till. Ég skal þó geta þess, að þær till., sem fjvn. ber fram um vegamálin, eru að verulegu leyti í samráði við vegamálastjóra. Hann hefir starfað með n. að því að ákveða fjárhæðirnar til vega og gefið n. allar þær upplýsingar, sem hægt hefir verið að gefa í því sambandi. Ég vil vænta þess, að hv. þm. sé það ljóst, að n. hefir gert það, sem í hennar valdi stóð, til þess að hafa samræmi í fjárveitingum til vega og reyna að mæta óskum einstakra þm.

Tillagið til akfærra sýsluvega ætlast n. til, að verði eins og er í frv., 14 þús. kr.

Um till. 53, b-lið, til þjóðvega af benzínskatti, vil ég aðeins geta þess, að n. leggur til, að tillagið til malbikunar á Elliðaárvegi og tillagið til Hafnarfjarðarvegar falli niður, og er það gert með hliðsjón af því, að til þessara framkvæmda þarf allmikið af erlendu efni.

Um 3. lið, a–f, sem allt eru nýir liðir, skal ég spara tíma með því að vísa hv. þm. á framhaldsnál. fjvn. Sama má segja um 4., 5. og 6. lið, að um þá er skýrt tekið fram þar, hvaða ástæður eru fyrir hendi um það, að þessir vegir verði teknir á benzínfé.

Um 54. till., við 13. gr., vil ég aðeins segja, að ef hv. þm. athuga fjárl. fyrir yfirstandandi ár og fjárlfrv., þá er sundurgreint þar, til hverra þessi fjárupphæð á að fara, sem ætluð er til ferjuhalds, en n. telur, að það líti betur út, að liðurinn sé orðaður þannig, að fjárupphæðin sé tilskilin, en úthlutunin fari eftir till. vegamálastjóra. Þær ferjur, sem samþ. hafa verið til viðbótar við þær, sem eru í frv., eru þessar: Ferja á Hrútafirði milli Reykjatanga og Kjörseyrar, 200 kr. Ferja á Ísafjarðardjúpi milli Reykjanesskóla og Arngerðareyrar, 200 kr. Ferja á Skjálfandafljóti hjá Stóruvöllum, 100 kr. Ferja á Skorradalsvatni, 200 kr. Þessar ferjur koma til viðbótar þeim, sem eru í fjárlfrv. Aðalupphæðin er því hækkuð í samræmi við þetta.

55. till. þarf ekki skýringa við. Þar er aðeins um hækkun að ræða úr 1300 kr. upp í 1500 kr. Vegamálastjóri hefir umsjón og ráð yfir þessari litlu fjárhæð, sem miðla á á milli gamalla vegaverkstjóra.

56. till. er um vöruflutninga í Skaftafellssýslu. N. ætlast til, að Skaftfellingur, sem annazt hefir þessa flutninga, hætti þeim, en vitamálastjóri hefir tekið að sér að sjá um þá flutninga, sem Skaftfellingur hefir haft, og er ætlunin að nota til þess vitabátinn Hermóð. Það hafa verið 400–500 smálestir, sem árlega hafa verið fluttar með Skaftfellingi, og hafa þær dreifzt á 7 ferðir. Ef þetta lánast, þá á að verða verulegur sparnaður að þessu, því Skaftfellingur hefir fengið 22 þús. kr., en vitamálastjóri ætlar að reyna að framkvæma þetta fyrir 10 þús. kr.

57. till. er um rekstrarkostnað vitanna. Hækkunin þar er vegna hækkunar á verði á gasi og kolum.

58. till. er um það, að í staðinn fyrir „6. fjárveiting af 11“ komi: 6. greiðsla af 12. Þetta er viðvíkjandi Sauðárkrókshöfn.

59. till. þarf engrar skýringar við. Ég vil þó geta þess, að þar sem talað er um, að ríkissjóði verði gefinn kostur á að taka dýpkunarskipið á leigu, ef þess verður óskað, þá mun það vera samkv. skilyrðum, sem sett voru þegar skipið var keypt.'

60. till., a-liður, er viðvíkjandi Dalvík, 18 þús. kr., sem er greiðsla fyrir unnið verk. Ríkisstj. mun á sínum tíma hafa hjálpað þarna til með því að ábyrgjast víxillán fyrir þetta fyrirtæki, og þessi fjárhæð er í raun og veru greiðsla á þeim víxli.

60. till., b-liður, er viðvíkjandi Suðureyri. Þar er um að ræða verk, sem er ólokið og er jafnvel í nokkurri hættu. Þess vegna er þessi fjárhæð hér, og er sennilegt, að það verði lokið við verkið fyrir þessa upphæð. Eins og hv. þm. vita, þá er oft mjög hættulegt að láta verk standa hálfgerð, en með þessari upphæð ætti að vera hægt að tryggja það, að þetta verk sé ekki í neinni hættu.

61. till. er um bryggjugerð á Hvammstanga. Ég held, að ég verði að láta þess getið í sambandi við þessa till., að verkið er á engan hátt svo langt komið, að ekki þurfi þessa fjárveitingu, sem er í frv., en brtt. mun þó hafa verið gerð á sínum tíma í sambandi við þm. kjördæmisins, þó með því skilyrði, að ekki verði tekin upp fjárveiting til bryggjugerða og lendingarbóta annarstaðar. Annars býst ég við, að hann muni gera nánari grein fyrir þessu, og getur hann þá leiðrétt, ef ég fer ekki rétt með.

62. till. er smábreyt. við liðinn um bryggjugerð á Kópaskeri, og þarf hún ekki skýringar við.

63. till., a-liður, er um bryggjugerð í Keflavík. Mótorbátar í Keflavík hafa haft mjög slæma aðstöðu til uppskipunar. Það er upplýst, að það er alveg nauðsynlegt, að þarna verði bryggja gerð fyrir mótorbáta, til þess að greiða fyrir uppskipun úr þeim. Þarna ganga 50–60 bátar, sem verða nú að bíða hver eftir öðrum meðan verið er að skipa upp við mjög léleg uppskipunarskilyrði.

Um b-lið 63. till. er það að segja, að þessu verki mun vera lokið, og því er ekki að ræða um neitt' erlent efni í því sambandi. — C-, d-. e-, f- og g-liðir þurfa ekki skýringa við. Þetta eru smálendingarbætur og bryggjugerðir. Eins og hv. þm. sjá, eru þetta smáar upphæðir, en það er þó talið af hlutaðeigandi þm. og vitamálastjóra, að þetta séu nauðsynlegar og gagnlegar upphæðir.

64. till., a—b, þarf ekki skýringa við. Þetta eru smálendingarbætur, sem ýmist er lokið við eða ófullgerðar. Þetta eru heldur smáar upphæðir. en munu geta komið að verulegu gagni.

Þá kem ég að c-lið 64. till., sem er um hafnargerð í Þorlákshöfn. Þetta verk er Sunnlendingum mikið kappsmál í sambandi við atvinnu og aukna framleiðslu. Síðan útgerð lagðist niður að mestu leyti í Þorlákshöfn, hafa þeir menn, sem annars fara í atvinnuleit, orðið að flýja úr héraðinu. Bátar hafa að vísu verið gerðir út frá Eyrarbakka og Stokkseyri, en þeir hafa ekki getað tekið fleiri menn en þá, sem þar eru fyrir. Þetta eru líka miklar brimverstöðvar, þó sjósókn hafi verið frá þeim um langan tíma. Ef hægt verður að endurreisa útgerð í Þorlákshöfn, þá skapast þar möguleikar fyrir þá menn af Suðurlandi, sem geta farið frá heimilum sínum, til þess að afla sér fjár þann tíma, sem minnst er að gera heima. Þeir geta þá farið til Þorlákshafnar í stað þess að fara til Vestmannaeyja, suður með sjó eða eitthvað annað. Það verður að telja, að ferðalög til hinna síðastnefndu verstöðva séu óheppileg fyrir þessa menn, því annarsvegar ýta þau undir, að menn flytji burt úr sveitinni, og hinsvegar hefir reynslan sýnt, að margir af þessum mönnum koma með næsta litlar tekjur eftir vertíðina. Þó vil ég fullyrða, að það sé ekki alltaf það lakasta í sambandi við þessi ferðalög.

Nú þegar hefir verið unnið allmikið að því að endurreisa Þorlákshöfn, og hefir Kaupfélag Árnesinga staðið fyrir þeirri endurreisn. Undanfarnar vertíðir hafa trillubátar róið þaðan, og hafa þeir getað sótt sjó þaðan miklu oftar en 16 tonna bátar og stærri frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Það er vaxandi hugur í mönnum að gera út frá Þorlákshöfn, en leggja heldur niður útgerð frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Nú þegar hefir verið komið þar upp góðum heimavistum fyrir allmargar skipshafnir. Lýsisbræðslu hefir einnig verið komið þar upp, og verið er að ljúka við beinamjölsverksmiðju þar. Það er einnig verið að leggja veg til Þorlákshafnar, svo samgöngur verða nokkuð góðar þangað. Í vetur verða gerðir út þaðan 9 bátar, þ. á m. bátar frá Eyrarbakka og Stokkseyri, því það er vitanlegt, að þaðan geta þeir róið miklu fleiri róðra en frá hinum verstöðvunum.

En það, sem er merkilegast við þetta, er, að bátarnir hafa í raun og veru verið þarna á undan tímanum. Þeir hafa komið þangað áður en þau skilyrði voru fyrir hendi, sem þurfa að vera. Það hafa að vísu verið gerðar lendingarbætur í Norðurvör og skjólgarður hefir verið byggður fyrir smærri báta, en eins og nú standa sakir, þá verða stóru bátarnir að sætta sig við, að skipað sé upp úr þeim með minni bátunum.

Það er ætlunin að byrja á skjólgarði í Suðurvörinni, og mun með þessari fjárveitingu og jafnmiklu annarstaðar að vera hægt að byggja fyrsta garðstubbinn, svo mótorbátar geti skipað upp fiski þar.

Ég vil þess vegna leggja áherzlu á, að þessi fjárveiting nái fram að ganga, og vona ég, að hægt verði að bíða eitthvað með frekari framkvæmdir, ef dýrtíðin fer vaxandi og erfitt verður að fá erlent efni.

Þá kem ég að 65. till., sem er viðvíkjandi flugmálum. Ég verð að játa, að sú upphæð, sem ætlazt er til, að varið verði til flugmála, er vitanlega miklu minni heldur en sú starfsemi á skilið, og í raun og veru minni en sú lágmarksupphæð, sem óskað var eftir. Það er ætlazt til, að Flugfélag Akureyrar fái 10 þús. kr. af þeirri fjárveitingu, sem ætluð er í þessu skyni, og er það eiginlega samkv. samningi við þetta félag.

Þá er b-liður 65. till., sem er til flugskýlis í Hornafirði. Ég vil aðeins segja það í þessu sambandi, að flugleiðin frá Rvík til Hornafjarðar er það löng og erfið, að það er mjög mikið fyrirhyggjuleysi, ef ekki er komið upp skýli á þeirri leið fyrir flugvél. Það mun af ýmsum ástæðum haganlegast, að byrjað sé á því að byggja flugskýli við Hornafjörð. Flugvöllur er þar sjálfgerður, og flugskýli, sem er 6X11, myndi nægja fyrir flugvél, sem tekur 2–3 farþega.

66. till. er fyrsta brtt. við 14. gr. Hún er um húsaleigustyrk til biskupsins. Hann hefir eins og ýmsir aðrir embættismenn léleg laun, og fjvn. telur, að honum sé nauðsyn að fá þennan styrk.

67. till. er um utanferðir presta, að styrkur til þeirra lækki úr 2400 kr. niður í 1500 kr., með það fyrir augum, að þessar utanferðir munu hætta á meðan það ástand er, sem nú ríkir. En einn prestur mun þó hafa farið utan og verið lofað nokkrum styrk. Þess vegna skilur n. eftir þessa upphæð.

Þá kem ég að 68. till., sem er um 30 þús. kr. til Akureyrarkirkju. Það hefir orðið samkomulag milli sóknarnefndarinnar á Akureyri og ríkisstj., að ríkið afhendi Akureyrarbæ kirkjuna og greiði söfnuðinum 30 þús. kr. Gamla kirkjan á Akureyri stóð á óhentugum stað og var orðin of lítil. Nú hefir söfnuðurinn lagt í að byggja nýja kirkju á ágætum stað í bænum, sem þegar er orðin fokheld. Þessi kirkjubygging er mikið áhugamál Akureyringa. En lögfræðingar, sem hafa athugað þetta mál, telja, að ríkissjóður komist ekki hjá að greiða þessa upphæð til Akureyrarkirkju. N. leggur því til, að þessi fjárveiting verði tekin upp í þessu skyni.

69. till. er um 2 þús. kr. til dr. Símonar Jóh. Ágústssonar, til að flytja fyrirlestra í uppeldisfræði og sálarfræði við háskólann. Hann hefir flutt fyrirlestra þar um þessi efni og mun gera það í framtiðinni. Þess vegna leggur n. til, að þessi fjárveiting verði tekin upp.

70. till. er um framlag til byggingar kennarabústaða, en eins og till. er orðuð á þskj., þá vísar hún til kennarabústaða á Hólum. Við þetta kemur leiðrétting, þegar brtt. fjvn. verður útbýtt síðar, en ég get gert grein fyrir till. nú. Þessir bústaðir eru þegar byggðir, en það eru bústaðir Guðmundar Jónssonar og Hauks Jörundssonar á Hvanneyri. Í fjárl. þessa árs er nokkur fjárveiting í þessu skyni, en hún er ekki fullnægjandi. Þessi fjárveiting er tekin upp vegna skulda, sem hvíla á þessum bústöðum.

71. till. er um barnaskólabyggingar utan kaupstaða, að fyrir 25000 komi 45000. Fyrir n. lágu upplýsingar um það, að þegar væri búið að byggja fyrir upphæð, sem næmi 60 þús. kr. og ríkissjóði bæri að greiða. En vegna þess, að ekki er útlit fyrir, að byggð verði ný skólahús á næsta ári, og jafnvel ekki á næstu árum, þá taldi n. auðveldara að skipta fjárveitingunni og taka þessa upphæð nú, en það, sem á vantar, síðar. Ég býst við, að það verði erfitt fyrir hlutaðeigendur að fá ekki þetta ríkistillag nú, en maður verður að vona, að þeir hafi einhver ráð með að fleyta sér þangað til styrkurinn kemur.

72. till. er smáhækkun, úr 2600 kr. í 3600 kr., til fyrrv. barnakennara. Fræðslumálastjóri úthlutar þessum styrk til barnakennara, sem eru orðnir svo gamlir, að þeir eru hættir störfum.

73. till. er um styrk til unglingafræðslu utan kaupstaða, 30000 kr., í stað 22000 kr. Þessi fræðslustarfsemi virðist gera mikið gagn og fer vaxandi. Styrk til þessarar fræðslu ber ríkissjóði að greiða eftir vissum reglum, og samkv. upplýsingum fræðslumálaskrifstofunnar má ekki áætla hann lægri en 30000 kr. fyrir næsta ár. Nefndin lagði til, að stjórnin greiddi 5000 kr. á þessu ári, sem safnazt hafði sem skuld, vegna þess að fjárveiting þessa árs nægði ekki til þess að mæta réttmætum kröfum.

74. till. er um 500 kr. hækkun til húsmæðraskóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði í Árnessýslu. Hún hefir rekið einkaskóla af miklum dugnaði, og fer aðsókn til skólans vaxandi. Húsnæði er nú verið að auka, en þetta er skoðað sem rekstrarstyrkur.

75. till. er um styrk til sundlaugabygginga, og eru sumar þeirra fullgerðar, svo sem sundlaugin í Varmahlíð, Siglufirði og Akureyri, en nú mun vera hafin sundlaugabygging í Hafnarfirði og Ísafirði.

76. till. skýrir sig sjálf, en það er 3000 kr. hækkun á styrk til menningar- og fræðslusambands alþýðu, til bókaútgáfu.

77. till. — Styrkur til Axels Helgasonar til að gera upphleypt kort af Íslandi, 1200 kr. Þetta er í raun og veru merkismál. Þessi ungi maður hefir fórnað a. m. k. þrem síðastl. árum til þess að gera upphleypt kort af Íslandi. Munu flestir hv. þm. hafa séð vinnubrögð hans, og hafa auk þess margir aðrir merkismenn lokið á þau lofsorði. Þannig fylgja hér mjög lofsamleg ummæli frá Jakob Kristinssyni fræðslumálastjóra; Agnari Kofoed-Hansen flugmálaráðunaut og Steinþóri Sigurðssyni skólastjóra. Þá hefir foringi dönsku landmælingamannanna látið svo um mælt, að þetta væri fullkomnasta kort, er hann hefði séð. Í fjárl. voru veittar 2000 kr. í þessu skyni, en fjvn. er ekki örlátari en það, að hún hefir lækkað þessa upphæð um 800 kr.

Þá er 78. till., að orðið „lokagreiðsla“ falli niður. Till. snertir Stúdentagarðinn.

Brtt. 79 er um styrk til Þorsteins Konráðssonar, 400 kr. Þorsteinn er hinn mesti fræðimaður, og er upphæð þessi nokkur hjálp til þess, að handrit hans komist í örugga geymslu.

80. till. þarf ekki skýringar við.

81. till., til lesstofu Sjómannafélags Reykjavíkur 1500 kr., í stað 1000, þarfnast ekki frekari skýringa.

82. till. er um hækkun á styrk til sýslubókasafna, að 4500 kr. komi í stað 3000 kr. Ég skal geta þess, að þegar fjárl. voru samin fyrir yfirstandandi ár, hafði sýslubókasafnið á Sauðárkróki fengið loforð fyrir 500 kr. fjárveitingu á þessu ári. Þetta hafði af vangá fallið niður, en n. vill standa við loforð sitt og ætlast til þess, að sýslubókasafnið á Sauðárkróki fái 500 kr. Hinsvegar er bókasafnið ekki þar með útilokað frá styrkveitingu á næsta ári, en það mál kemur n. ekki beinlínis við.

83. till. er um styrk til bókasafns í Flatey, 200 kr., en það er elzta bókasafn landsins, yfir 100 ára gamalt. Bókasafnið hafði fengið dálitla upphæð á 100 ára afmælinu, og mælir n. með því. að það fái nú 200 kr.

Í 84. till. er lagt til, að liðurinn um styrk til fornritaútgáfunnar orðist svo:

a. til útgáfu á Íslendingasögum 4000 kr. b. til útgáfu á Heimskringlu 4000 kr. Undanfarin ár hefir nokkur fjárhæð verið ætluð í fjárl. til útgáfu Íslendingasagna, og stendur sú upphæð enn, en Fornritafélagið sækir nú einnig um styrk næstu 6 ár til útgáfu Heimskringlu, í minningu um 700 ára dánarafmæli Snorra Sturlusonar. Í bréfi Fornritafélagsins segir svo m. a.: „Hinn 23. september 1941 eru 700 ár liðin frá vígi Snorra Sturlusonar, hins frægasta Íslendings, sem uppi hefir verið. Mun þessa dánarafmælis verða minnzt víðast hvar, þar sem íslenzk fræði eru kunn, en þó einkanlega á Norðurlöndum. Það er m. a. vitað, að Norðmenn ætla þá að gefa Íslandi standmynd Snorra, eftir frægasta myndhöggvara sinn, Gustav Vigeland.“ — Síðar í bréfi Fornritafélagsins segir svo: „Heimskringla hefir til þessa aldrei verið gefin út í heild hér á landi. Engin útgáfa er til af Heimskringlu með skýringum og rækilegum formála, líkt og þau bindi, sem út eru komin af íslenzkum fornritum.“

Ég vil bæta því við, að það er ekki vansalaust fyrir okkur að hafa aldrei getið út Heimskringlu með skýringum og formála; það er og vitað, að Heimskringla er ekki fáanleg hér, og bætir útgáfa Fornritafélagsins úr hvorutveggja. Leggur nefndin eindregið til, að veittar verði 4000 kr. til útgáfunnar.

85. till., til dr. Jóns Helgasonar fyrrv. biskups, til að gefa út æfisögu Tómasar Sæmundssonar. Þetta er að vísu ekki venjulegt, en hér er um að ræða merkan fræðimann, þar sem dr. Jón Helgason er, og væri okkur fengur í að fá æfisögu Tómasar Sæmundssonar ritaða af honum. Leggur n. til, að veittar verði 1200 kr. í þessu skyni.

Þá er 86. till. n., til Ágústs Sigurðssonar, til þess að skipuleggja og stjórna námsflokkum víðsvegar um land, 1500 kr. — Ég geri ráð fyrir, að ef unnt væri að koma á starfsemi á þessum grundvelli, yrði slík fræðsla til ómetanlegs gagns.

Þetta fyrirkomulag er lítt þekkt hér, en í öðrum löndum, sérstaklega i Svíþjóð, er það mikið útbreitt og talið koma að góðum notum. Kostir námsflokkafyrirkomulagsins eru fyrst og fremst:

1) Fólk, sem vinnur á daginn og getur því ekki sótt skóla, fær tækifæri til þess að stunda námsgreinar, er það hefir áhuga á.

2) Atvinnulitlum eða atvinnulausum unglingum gefst kostur á að nota tíma sinn til að læra, í stað þess að venjast á iðjuleysi og slæpingshátt.

3) Unglingar mynda með sér heilbrigðan félagsskap við holl viðfangsefni.

Þessa þrjá liði les ég úr bréfi Ágústs Sigurðssonar, og er í þeim falinn kjarni málsins í sjálfu sér. Vænti ég, að hv. þm. taki vel þessari nýju viðleitni til þess að hafa ofan af fyrir unglingum og létta þeim veginn til sjálfsnáms. Það er hugmyndin að koma á námsflokkum ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur víðsvegar úti um land, og veita til þess nauðsynlega aðstoð. Þetta er því aðeins mögulegt, að nokkur fjárveiting komi til, svo að Ágúst geti lagt önnur störf á hilluna. Fjvn. leggur til, að veittar verði 1500 kr. í þessu skyni. — Ennfremur leggur n. til, að Sigurði Skúlasyni verði veittar 1500 kr., — þessi liður er í fjárlfrv., — en að við nafn hans standi: til aðstoðar við kennslu námsflokka, eftir fyrirlagi fræðslumálastjóra.

88. till. er um styrk til hitaleiðslu í safnahús Einars Jónssonar. Reykjavíkurbær mun gefa rafmagn í húsið, en til þess að hægt sé að hagnýta sér það, þurfti að setja upp ofna til hitunar. Leggur n. til, að kostnaðurinn, 900 kr., verði greiddur.

89. till. er 1. brtt. við 16. gr. og snertir atvinnubótafé. Leggur n. til, að heiti liðsins breytist og orðist svo: Til framleiðslubóta og atvinnuaukningar 500000 kr., þar af 100000 kr. til Suðurlandsbrautar til atvinnuaukningar fyrir Hafnfirðinga og Reykvíkinga. Leggur n. til, að þeirrar upphæðar fari til verkamanna í Hafnarfirði, og gerir n. nánari grein fyrir þeirri till. í nál.

90. og 91. till. eru um lækkun á framlagi til verkfærakaupasjóðs og byggingar- og landnámssjóðs. Við 2. umr. fjárlfrv. gerði ég grein fyrir þessum till. n. og tel ekki ástæðu til þess að endurtaka það nú.

92. till., til ræktunarsjóðs, vaxtagreiðsla af jarðræktarbréfum, 26500 kr. Búnaðarbankinn verður að greiða 6% vexti af útistandandi bréfum, en fær hinsvegar ekki nema 5% fyrir sín lán. Er þessi upphæð ætluð til þess að standast þann halla.

93. till., styrkur til áveitufélags Ölfusinga til að nota skurðgröfu, 4000 kr. Allmikill skurðgröftur hefir verið hafinn í svokölluðum Ölfusforum, sem er stórt og mikið graslendi, en mjög blautt. Mælingar hafa sýnt, að með því að grafa skurði er unnt að þurrka þetta landsvæði, enda þótt það liggi nokkuð lágt, miðað við Ölfusá. Þessi fjárveiting, 4000 kr., nægir ekki sem tillag ríkissjóðs, en n. hefir haft augastað á öðrum möguleikum, sem ég mun þó ekki fara inn á að þessu sinni.

94. till. þarf ekki skýringar við.

95. till., laun 6 dýralækna. Nefndin hefir hækkað liðinn um 2800 kr., vegna þess að einum dýralækni var bætt við.

96. till., styrkur til tveggja dýralæknanema og til ungs manns, sem er við mjólkurfræðinám, 1200 kr. til hvers þeirra.

97. till., til Nikulásar Friðríkssonar, vegna utanfarar til að kynna sér rafmagnshitun, 1000 kr., gegn því að Reykjavíkurbær leggi jafnmikið á móti. Hann hefir á sínum tíma gefið ríkisstj. skýrslu um ferð sína með upplýsingum um nýjar aðferðir við rafmagnshitun, sem hann hefir kynnt sér og eru hinar nýjustu í Noregi. Ferðakostnað greiddi hann úr eigin vasa, en þar sem ætla má, að árangur af för hans verði til almenningsheilla, leggur n. til, að honum verði veittar 1000 kr. til greiðslu kostnaðarins.

98. till. þarf ekki skýringar við.

99. till., til loðdýraræktar. N. leggur til, að liðurinn lækki um 6000 kr., eða úr 20000 kr. í 14000 kr. Af fjárveitingunni eru 10000 kr. ætlaðar til ráðunauts og til ferðalaga, en 4000 kr. til Búnaðarbanka Íslands til greiðslu á vaxtamismun. Eftir þeim upplýsingum, sem n. hefir fengið, má telja að þessi fjárveiting sé nægileg.

100. till. þarfnast ekki skýringa.

101. till. raunverulega ekki heldur, en það er 1200 kr. styrkur til þingeyskrar konu, Matthildar Halldórsdóttur í Garði, sem gert hefir merkilegar tilraunir með jurtalitun; ef fengist traustur litur úr þessum rannsóknum, verður að telja það verðlaunavert.

102. till. þarf ekki skýringa við.

103. till. er um skrifstofukostnað húsameistara ríkisins. Upphaflega var til þess ætlazt, að húsameistari tæki greiðslu fyrir þær teikningar, sem gerðar eru í skrifstofunni, en reynslan hefir sýnt, að skrifstofunni er gert að skyldu að annast teikningar, sem svo eru ekki greiddar, og verður því að taka skrifstofukostnaðinn eins og hann er án þess að gera ráð fyrir tekjum.

104. till. skýrir sig sjálf. Myndi væntanlega vera greitt i sama hlutfalli til smjörsamlaga og til mjólkurbúa, en smjörsamlögin eru einkum á fjárpestarsvæðunum, sérstaklega í Dalasýslu og Húnavatnssýslu.

105. till., til fiskveiðasjóðs Íslands, 30000 kr. Ég vil í þessu sambandi geta þess, að ríkisstj. hefir lýst yfir því, að hún ætli að taka 250 þús. kr. lán til handa sjóðnum á þessu ári, samkv. heimild í l. Hefir n. því sett þá aths. aftan við liðinn, að ef lán verði tekið á árinu til sjóðsins, falli þessar 30 þús. kr. niður sem framlag.

106. till. er um að ferðaskrifstofa ríkisins verði lögð niður. Hefir það orðið að samkomulagi.

107. till. er um að hækka liðinn til verðlagsnefndar úr 25000 kr. í 45000 kr.

108. till., til hælisins á Sólheimum, byggingarstyrkur, 3000 kr. Á sínum tíma var gengið út frá því, að hælið fengi 15 þús. kr. í byggingarstyrk, en treglega hefir gengið að fá fjárveitingu. Þó voru í fjárl. síðastl. ár 1500 kr. í þessu skyni, og leggur n. til, að í ár verði veittar 3000 kr.

109. till. þarfnast ekki skýringa.

Kemur þá að 18. gr., og með því að þar er um persónustyrki að ræða, sem þarfnast ekki skýringa, hleyp ég yfir þær brtt. og vænti þess, að enginn óski, að ég fjölyrði um þær.

Er þá komið að 20. gr. — 156. till., a–c, þarfnast ekki skýringa. Hækkunin stafar af gengisbreytingunni.

157. till., við 22. gr., er um endurgreiðslu iðgjalda úr lífeyrissjóðum embættismanna og barnakennara, og eru tilgreind nöfn þeirra, sem í hlut eiga.

Þá er 158. till., að ábyrgjast fyrir Búnaðarfélag Íslands allt að 25 þús. kr. til kaupa á verkstæði Valgerðar Helgadóttur, ekkju Bjarna Runólfssonar í Hólmi, ásamt rafmagnsiðnaðarvélum og áhöldum, gegn þeirri tryggingu, að þetta iðjuver verði rekið með svipuðum hætti og áður var. Ábyrgðin er að vísu því skilyrði bundin, að Búnaðarfélag Íslands sæti tilboði ekkjunnar um, að hún afhendi Búnaðarfélaginu jörðina til eignar. Að öðru leyti vísa ég til nál. um þetta.

Brtt. 159 er ljós og felur í sér tilgang sinn, sem sé að láta þá leigu, sem Akureyrarbæ verður gert að greiða fyrir vatnsorku í Laxá næstu 4 ár, ganga til stofnkostnaðar við rafveitu frá orkuveri Akureyrar við Laxá til býlanna í Grenjaðarstaðar- og Múlahverfi og verða eign ríkissjóðs í rafveitunni. Um þá brtt. vil ég ekki annað segja en að þetta er gert til þess að rafveita til bæjanna sé möguleg. Kostnaður við rafveitur í dreifbýli virðist ætla að verða ókleifur, og er illt til þess að vita, að þessar stóru línur verða svo dýrar, að jafnvel bændur, sem búa fast við þær, geta ekki haft gagn af þeim af eigin rammleik. Með þessari till. eru íbúar hverfisins studdir til þess án þess að beint sé farið í vasa nokkurs til fjáröflunarinnar.

160. brtt. er um að veita allt að 30 þús. kr. til öldubrjóts í Hafnarfirði, að því tilskildu, að bærinn geti lagt fram fé til hans fyrir sitt leyti og að til verksins þurfi ekki að kaupa að ráði erlent efni né dýr tæki, meðan á stríðinu stendur. Þetta verður mikið og dýrt fyrirtæki, kostar væntanlega 1½—2 millj. kr., en tekur vitanlega langan tíma, og er talið, að byrja megi á því án þess að kosta til erlendum gjaldeyri, sem nokkru nemur.

161. brtt. þarf ekki skýringa við.

Áður en ég nú að lokum gef örstutt yfirlit yfir frv. eins og fjvn. skilar því frá sér, ætla ég aðeins að lofa hv. þm. að heyra, hverju þær fjárbeiðnir nema, sem fram hafa komið til Alþingis og gengið gegnum hendur nefndarinnar. Þær skiptast þannig á einstakar gr. fjárlfrv.:

3. gr. Ríkisstofnanir

kr. 46800.00

11. gr. Dómgæzla og lögreglustjórn

— 55300.00

12. gr. Heilbrigðismál

- 303704.60

13. gr. Samgöngumál:

A. Vegamál

kr. 397500.00

Brúargerðir

- 380000.00

B. Samgöngur

á sjó

— 38800.00

C. Vitamál og

hafnargerðir

— 697200.00

D. Flugmál

- 14000.00

kr.1527500.00

Flyt

kr.1933304.60

Flutt kr.

1933304.60

14. gr. Kirkju- og kennslumál

— 419790.94

15. gr. Vísindi, bókmenntir, listir

— 304550.00

16. gr. Verklegar framkvæmdir

— 481620.00

17. gr. Almenn styrktarstarfsemi .

— 39800.00

18. gr. Eftirlaun og styrktarfé

— 30490.00

Samtals kr.

3209555.54

Geta nú hv. þm. séð, hvort ekki sé hugur í mörgum að fá fjárveitingar úr ríkissjóði til áhugamála sinna og ýmissa þarfa. Hversu mikið sem talað er um sparsemi og Alþingi og fjvn. vítt fyrir það, hve eyðslan sé mikil, sést, að það er enginn sameiginlegur hugur í þjóðinni um að spara, þar sem beiðnir um meir en 3 millj. fjárveitingar liggja fyrir auk þess, sem í frv. stjórnarinnar var og hver maður gat séð.

Þá vil ég gefa stutt yfirlit yfir þær hækkanir og lækkanir gjalda- og tekjuliða frv., sem fjvn. leggur til. Þá tel ég fyrst hækkanir gjalda og tekjulækkanir:

2. gr. ..............

Kr. 1264000.00

3. gr. ..............

— 339120.00

10. gr. ..............

— 53000.00

11. gr. ..............

— 76500.00

12. gr. ..............

— 332950

13. gr. ..............

— 290900.00.00

14. gr. ..............

— 113800.00

15. gr. ..............

— 10400.00

16. gr. ..............

— 239100.00

17. gr. ..............

— 3500.00

18. gr. ..............

— {22290.00

— {5572.00

20. gr. ............

— 478803.00

Samtals

kr. 3229935.00

Móti því koma þessar hækkanir tekna og lækkanir gjalda:

2. gr. ..............

kr.1710000.00

3. gr. ..............

— 693600.00

10. gr. ..............

— 17870.00

11. gr. ..............

— 15800.00

12. gr. .............

— 55800.00

13. gr. ..............

— 117900.00

16. gr. ............

— 148450.00

Samtals kr.

2759420.00

Mismunur 3229935=2759420=470515 kr., og má hann heita sama upphæð og hækkanir á 20. gr. á afborgunum erlendra skulda vegna gengisbreytingar (478803 kr.). Niðurstaða frv. er því sú í stuttu máli, að útkoman á rekstri ríkisbúskaparins verður hjá n. svo að segja óbreytt frá því, sem var við 2. umr., en greiðslujöfnuður verður óhagstæður sem nemur gengisbreytingum afborgananna í viðbót við þann greiðsluhalla, sem var á frv. eftir 2. umr.

Mun ég svo ekki fjölyrða að svo komnu máli um frv., en verð að gera síðar grein fyrir afstöðu n. til brtt., sem fram eru bornar.