29.12.1939
Sameinað þing: 23. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í B-deild Alþingistíðinda. (1079)

1. mál, fjárlög 1940

*Steingrímur Steinþórsson:

Ég er viðriðinn nokkrar brtt. við frv. til fjárl. fyrir 1940. Þó er ég ekki 1. flm. að nema fáum þeirra.

Ég vil þá fyrst minnast á brtt. á þskj. 637, við 16. gr., um hækkun á framlagi til búfjárræktar um 6000 krónur. Í frv. er gert ráð fyrir 62000 kr. í þessu skyni, en mín till. fer fram á hækkun upp í 68000 kr. Þetta er borið fram af því, að sýnt er, að það er ómögulegt að halda uppi starfsemi þeirra félaga, sem nú eru til og vinna að þessum málum, sem þarna er um að ræða, nema hækkun fáist á fjárframlögum til starfseminnar. Það hefir verið undanfarið í l. um bráðabirgðabreyting nokkurra 1. ákvæði um, að ekki mætti veita hærri upphæð til búfjárræktar en 62000 kr. Ég hefði þess vegna borið þetta fram sem brtt. við það frv., sem enn er til meðferðar í Nd., ef ekki hefði litið út fyrir, að fyrr myndu verða greidd atkv. um fjárlögin en þetta frv., og ég vænti þess því, að Alþ. samþ. þessa brtt. Ég álít, að það nái ekki nokkurri átt að sníða þessum félagsskap svo þröngan stakk, að ekki sé hægt að starfrækja hann eins og l. standa til. Það er almennt viðurkennt, að það sé einhver mesta hætta fyrir landbúnaðinn, ef verulega harður vetur kæmi og fóðurskortur knýi á íslenzka bændur. Með stofnun fóðurbirgðafélaganna var stefnt að því, að hægt væri að tryggja bændur gegn fóðurskortinum. En ef Alþ. veitir ekki nægilega fé til þessara hluta, þá er ekki til neins fyrir okkur að vera að efla þennan félagsskap. Þetta var lagt fyrir fjvn., en hún sá sér ekki fært að leggja til, að þessi hækkun væri gerð. En ég vil skora á Alþ. samþ. þessa hækkun.

Það er mjög misskipt um það, hvaða styrkir eru veittir til búfjárræktar og til jarðræktar. Til búfjárræktar er aðeins veittur um 1/10 hluti af því, sem veitt var til jarðræktar, en nú er það víst, að sá félagsskapur, sem starfar í landinu varðandi búfjárræktina, hann er einhver allra merkasti félagsskapur, sem starfandi er viðvíkjandi okkar búnaði. Síðan þessi félagsskapur hóf starfsemi sína, hefir hann komið stórkostlegum umbótum til leiðar á þessu sviði, og það væri illa farið, af Alþ. vildi ekki reyna að mæta þeirri viðleitni, sem höfð hefir verið um útbreiðslu þessa félagsskapar, þannig eð af honum mætti verða sem mest gagn. Ég vænti því fastlega, að þessi till. verði samþ., og þá jafnframt, að þegar frv. um bráðabirgðabreyting nokkurra laga kemur til afgreiðslu, þá verði þetta hækkað þar að sama skapi. Ég skal svo ekki fara fleiri orðum um þessa brtt. Ég tel það ástæðulaust.

Hv. samþm. minn, 1. þm. Skagf., hefir mælt með brtt. á þskj. 637, um að hækka framlagið til flóabáta, og er hækkunin ætluð til viðbótar styrk til Skagafjarðarbáts. Það hefir sýnt sig, að framlag það, sem hv. samgmn. gerir ráð fyrir, er of lágt, vegna aukins rekstarkostnaðar, og leggjum við til, að hann verði hækkaður upp í 7500 kr. Mæli ég einnig með því, að þessi till. verði samþ.

Ég ætla ekki að fara að ræða einskar brtt. hv. fjvn. eða einstakra þm., en þó kemst ég ekki hjá því að nefna eina till., sem er frá fjvn. í fyrstu, en hefir síðan verið flutt af þm., till. um framlag til vega yfir Siglufjarðarskarð og til Raufarhafnar. Hv. fjvn. hefir lagt til, að stj. síldarverksmiðja ríkisins sé heimilað að lána ríkissjóði allt að 200 þús. kr. til þessa. Ég er hv. n. þakklátur fyrir þessa till., en ég lít svo á, að hér sé um brýnt nauðsynjamál að ræða, og hv. fjvn. hefir sýnt fullan skilning á því. Nú virðist, eftir umr., sem hér hafa farið fram, sem í þinginu sé allmikil mótstaða gegn því, að þessi leið verði farin. Virðist sem margir hv. þm. telji varhugavert, að verksmiðjurnar láni fé til þessarar starfsemi. Því höfum við nokkrir þm. þessarar starfsemi. Því höfum við nokkrir þm. borið fram varabrtt. við þessa till. fjvn., og er hún á þskj. 652. Ef till. fjvn. verður felld, þá viljum við, að ríkisstj. sé heimilað að taka allt að 200 þús. kr. lán til þess að fullgera veginn yfir Siglufjarðarskarð. Þetta eru einhverjar þær nauðsynlegustu framkvæmdir, sem nú standa fyrir dyrum. Og í þessu sambandi verð ég að segja það,að mér hefir ekki komið til hugar, að til mála geti komið til hugar, að til mála geti komið að skera niður framkvæmdir í landinu, sem hægt er að koma á án erlendis efnis. Ætti það frekar að vera stefna þingsins að auka þær að nokkuð miklu leyti. Hér er um það að ræða að koma mestu vinnslustöð okkar að sumrinu í sambandi við eitt glæsilegasta héraðið hér í landi, sem sé Skagafjörð. Það virðist ljóst, að okkur beri að einbeita okkur að þeim framkvæmdum, sem hægt er að gera án erlends efnis eða gjaldeyris, og því vænti ég, að hv. Alþ. sjái sér fært að samþ. þessa brtt. okkar, ef ekki till. hv. fjvn.

Ég get ekki stillt mig um að minnast á eina brtt. enn, sem sé brtt. XXXIV. á þskj. 619, um að greiða áburðarsölu ríkisins allt að 100 þús. kr. styrk úr ríkissjóði vegna verðhækkunar á tilbúnum áburði árin 1939 og 1940. Það hefir nú verið skoðið talsvert niður af fjárveitingum til landbúnaðarins á þessu þingi, t.d. til byggingar- og landnámssjóðs og verkfærakaupasjóðs. Ég gat sætt mig við það, því að þær framkvæmdir, sem þar var um að ræða, var ekki hægt að gera án kaupa á erlendu efni. En ef við getum ekki fengið erlendan áburð, er sýnt, að mikið af þeirri garðrækt hlýtur að leggjast í rústir, sem unnið hefir verið að á undanförnum árum að koma hér upp. Árið, er styrjöldin skall á, var fyrsta árið, sem segja má um, að við höfum á því framleitt nóg af kartöflum fyrir sjálfa okkur. Uppskeran var á því ári 120–130 þús. tunnur, eða helmingi meiri en áður. Ef ekki fæst erlendur áburður, leggst þessi framleiðsla í rústir. Það er því eitt af því skynsamlegasta, sem hægt er að gera, að tryggja það, að við getum fengið erlendan áburð og haldið þannig við garðræktinni, og þess vegna mæli ég mjög með þessari till., þó að ég játi hinsvegar, að hér er um talsvert háa upphæð að ræða. En ég er sannfærður um, að þetta fé kemur aftur margfalt. Því tel ég fáar till. hafa verið bornar hér fram af einstökum þm., sem eigi jafnmikinn rétt á sér og þessi.

Ég vil að lokum segja það, að ég er fremur ánægður með það, hvernig hv. fjvn. hefir afgr. frjál. Ég hafði aldrei trú á því, að hægt væri að skera niður verklegar framkvæmdir í stórum stíl, og það verður ekki gert fyrr en komið er algert neyðarástand. Mér virðast till. hv. n. stefna að því að halda við þeirri atvinnu, sem hægt er að framkvæma í landinu án þess að nota erlendan gjaldeyri. Því er ég yfirleitt ánægður með stefnubreyt. þá, sem orðið hefir í n. frá því á fyrri hluta þessa þings.