20.12.1939
Efri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 633 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég ætla aðeins að svara fyrirspurn till. manns. Hann spurðist fyrir um, hvernig ætti að framkvæma þetta ákvæði frv. Það stendur þar skýrt, að landbrh. ákveði í samráði við Búnaðarfélag Íslands, hvernig þessum sparnaði skuli náð. Ég hefi engu öðru að svara en þessu, og finnst satt að segja, að það lægi næst hæstv. landbrh. að koma hér og mótmæla þessu ákvæði frv., ef það er að hans dómi óframkvæmanlegt. Þetta tel ég fullnægjandi svar.