02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (JörB) :

Út af ummælum hæstv. atvmrh. vil ég taka það fram, að ég skil brtt. um, að prentun umræðupartsins verði frestað fyrir árið 1940, svo, að þar sé átt við umr.part fyrir það þing, sem haldið verður á þessu ári. Ég heyrði á hæstv. ráðh., að hann skildi brtt. ekki þannig, en þetta hefir komið glöggt fram í umr., og hv. n. hefir nú lokið störfum án þess að bera fram nokkra brtt. Mér virðist brtt. svo skýrt orðuð, að ekki sé hægt að leggja annan skilning í hana en að hún eigi að taka til umræðupartsins fyrir aðalþingið, sem haldið verður á þessu ári.