02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í B-deild Alþingistíðinda. (1184)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Sigurður Kristjánsson:

Það er eiginlega út af ræðu hv. 2. þm. Skagf., sem ég kvaddi mér hljóðs, því ég ætlaði að taka fram, að brtt. mín á þskj. 623 er alls ekkert kappsmál frá minni hendi, og það er rétt hjá honum, að í n. varð enginn ágreiningur um þetta. Ástæðan fyrir því, að ég bar hana fram, er, eins og ég tók áður fram, að ég tel, að til þess að hægt sé að bæta gististaðina, þá þyrfti að liggja fyrir skilgreining á einhverjum vissum þætti, sem þingið reyndi svo að bæta úr, en þessi undirbúningur er ekki fyrir hendi. Svo er það í öðru lagi, sem ég tók ekki fram áðan, að ég lít svo á. að ef sá liður, sem hér ræðir um, væri gerður að l., þá yrði sú framkvæmd til hagsbóta fyrir ríkissjóð, en ég tel, að ef leggja á niður ferðaskrifstofuna, þá eigi að taka þetta fé til annara hluta, en ekki koma ríkissjóði til tekna. (JPálm: Ríkið hefir nú líka borgað nokkuð til þessarar skrifstofn). Það er satt, og þetta er ekkert stórt atriði. Þar að auki er mér þetta ekki meira kappsmál en svo, að ég mun taka till. aftur.

Ég vildi geta um það, sem hv. þm. V.-Húnv. sagði í sambandi við prentun þingtíðindanna. Hann komst svo að orði, að fjvn. hefði flutt þetta mál, og ég hefi orðið var við þann skilning hjá fleirum. Það er ekki rétt. Fjvn. hefir ekki gert annað en að leggja til, að þetta kæmi til úrslita í öðru frv., er það var upphaflega flutt í, en nm. hafa algerlega óbundnar hendur um atkvgr. í þessu máli, og mun ég greiða atkv. á móti því.

Mér er ekki kunnugt um það, sem hv. þm. A.-Húnv. sagði, að nokkrum þessum ráðum hafi verið greitt meira en l. heimila, og er óþarft fyrir stjórnina að gera slíkt. En ég veit, að rétt er frá skýrt um það ráð, sem ég er í. Það hefir haldið marga fundi og starfað margt, en reikningur formanns okkar fyrir sumarið var 900 kr. og hygg ég, að það hafi fullkomlega unnizt við það aðhald, sem forstöðumenn stofnananna höfðu af því að vita, að um hver mánaðamót væri athugað af ráðinu, hvort greiðslur hefðu farið fram úr heimildum, og ríkisstj. tilkynnt jafnóðum, ef svo var. Þetta hefir ráðið gert.