03.01.1940
Neðri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 681 í B-deild Alþingistíðinda. (1212)

95. mál, gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi

Ísleifur Högnason:

Bæði er það, að hv. 5. þm. Reykv. (EOl) hefir nú tekið fram nokkuð af því, sem ég vildi segja, og hv. fjhn. hefir ekki enn greint frá brtt. sinum á þskj. 684, svo að rétt sé að gagnrýna þær að svo stöddu, og í þriðja lagi eru þeir hæstv. ráðh., sem ég vildi einkum beina máli mínu til, ekki viðstaddir. Fell ég því frá orðinu að sinni og vona, að n. geri grein fyrir brtt. sínum, áður en umr. er slitið.