20.02.1939
Efri deild: 4. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (1247)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Verði frv. þetta að lögum, er því ætlað að koma í stað laga, sem gilda um þetta efni fyrir árið 1939. Þó eru á því allverulegar breyt. frá lögunum. Felldur er t. d. niður kafli um aukaverðtoll af innfluttum vörum. Milliþinganefnd í tolla- og skattamálum hefir tekið til endurskoðunar öll ákvæði um þau efni og samið frv., sem flutt verða hér á næstunni, og verður þar tollalöggjöfin samræmd og gerð miklu einfaldari en er. Þess vegna er það sjálfsagður hlutur, að þessi atriði séu ekki tekin í þetta frv.

Ennfremur er felld niður heimild til eftirgjafar á tolli af kolum og salti, af ástæðum, sem nefndar eru í grg. Mþn. í sjávarátvegsmálum mun gera ýmsar aðrar till. til að létta undir með útgerðinni, því að hlunnindi eins og eftirgjafir tolla og skatta eru yfirleitt miklu óeðlilegri leið. Annars má, ef menn vilja breyta tollalögum, ræða um það, þegar frv. mþn. í tolla- og skattamálum verða tekin fyrir.

Ég vil óska eftir, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.