18.12.1939
Efri deild: 87. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Fjmrh. (Jakob Möller):

Mér skilst, að það skipti ekki ákaflega miklu máli, þótt þessi brtt. verði samþ. Hinsvegar kynni að vera heppilegt að fella niður þetta eina orð „malbikun“, og þá má skilja það svo eftir sem áður, að það sé heimilt að malbika vegi, ef það þykir tiltækilegt. Eftir orðalaginu er það ekki bannað. Og það er fyrirskipað að leggja þessa vegi, og verður gert ef tiltækilegt þykir.

Það hefði verið æskilegt að hafa umsögn vegamálastjóra um þetta, og hefði hún að sjálfsögðu getað falið í sér þær upplýsingar, sem hv. 1. þm. N.-M. fór fram á að fá. Ég vildi gjarnan, að þann skilning mætti leggja í þetta frv., að gera mætti slíka vegi, ef ástæður þættu leyfa, þótt það sé ekki beinlinis fyrirskipað, að fénu skuli varið til malbikunar.