03.01.1940
Neðri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í B-deild Alþingistíðinda. (1291)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Sveinbjörn Högnason:

Ég vil benda á, að þetta góða boð, sem hv. 7. landsk. var að bjóða mér upp á og sagði, að ég mundi hafa góða aðstöðu til að fá að sjá þetta gegnum fulltrúa Framsfl. í bæjarstjórn Reykjavíkur, að þegar þessar eftirgjafir fara fram, þá eru þær ekki bundnar við nafn og fara fram í bæjarráði, og meðlimir bæjarstjórnar hafa ekki getað fengið að sjá þær. Ég sé ekki, hvers vegna menn ættu að hafa nokkra sérstöðu hér í þessu máli, og ég fæ ekki séð annað en að eðlilegt sé, að hér séu birtar um þetta skýrslur, alveg eins og sveitarfélögin verða að láta þær fylgja með reikningum sínum. (GÞ: Því flutti hv. þm. þá ekki till. um þetta?) Það kemur greinilega fram í okkar till.