30.11.1939
Efri deild: 73. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (1332)

109. mál, verzlunarstaður við Reykjatanga

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Um þetta frv. virðist ekki þurfa að hafa mikla framsögu af nefndarinnar hálfu. — Þetta frv. er dálítið einstakt í sinni röð. Hér er farið fram á að afnema löggildingu verzlunarstaðar, en við höfum nú verið vanari því hér á Alþingi að hafa með höndum frv., sem hafa farið fram á að löggilda nýja verzlunarstaði. En eins og stendur í grg. frv. og hefir komið fram í meðferð málsins, er svo ástatt, að allir virðast álíta, að það sé óþarfi, að þessi staður sé löggiltur sem verzlunarstaður, og geti það verið til baga fyrir aðalstarfsemina á þessum stað, sem sé héraðsskólann. Það liggur fyrir umsögn frá sýslunefnd Húnavatnssýslu og sýslumanni Húnvetninga um málið, og leggja báðir aðilar til, að lögin verði afnumin.

Allsherjarnefnd leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.