21.11.1939
Efri deild: 65. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í B-deild Alþingistíðinda. (1368)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

Brynjólfur Bjarnason:

Ég held, að ég hafi aldrei heyrt á Alþingi aðra eins hundalógik eins og kom fram í ræðu hv. 1. þm. Reykv. Ég segi, að Morgunblaðið hafi komið fram með sömu rökin eins og ég ber fram, og ég fullyrði, að það er hræsni, þegar blöðin halda opinberlega fram öðru en því, sem þingmenn flokksins fylgja inni á Alþingi, og með þessu vill hann sanna, að málið sjálft sé hræsni og yfirdrepsskapur. Er hægt að koma fram með meiri hundalógik? Ég sé það ekki.