23.11.1939
Efri deild: 67. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (1373)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ræða hæstv. atvmrh. gefur ekki tilefni til langra andsvara, en viðvíkjandi orðum hæstv. ráðh. um fundi þá, sem haldnir voru, vil ég taka fram, að mér var ekki kunnugt nema um einn fund, og það var þegar Esja kom.

Að því er snertir stríðsáhættuþóknun danskra sjómanna og kröfu þeirra þar að lútandi, vil ég geta þess, að ég skýrði aðeins frá því, sem ég vissi. Ég hefi séð þess getið á prenti, að þeir hafi farið fram á þetta við dönsku stjórnina, en svar stjórnarinnar lá ekki fyrir, og getur það eins hafa verið játandi eins og neitandi.