29.11.1939
Neðri deild: 71. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í B-deild Alþingistíðinda. (1424)

123. mál, mótak

Frsm. (Pálmi Hannesson) :

Ég sé, að fallið hefir niður að setja ákvæði um gildistöku laganna. Nú er auðsætt, að lög þessi muni eiga að öðlast gildi þegar í stað, og hefi ég því leyft mér að bera fram skriflega brtt., svo hljóðandi:

„Aftan við frv. bætist ný grein, er verði 12 gr., svo hljóðandi:

Lög þessi öðlast þegar gildi“.