13.03.1939
Efri deild: 16. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (1471)

29. mál, hegningarlög

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Við þessa umr. býst ég ekki við, að hreyft verði miklum aths. við einstök atriði þessa frv.

Þetta mál er eitt af þeim stærri, sem lögð verið hafa verið fyrir þingið. Það hefir kostað margra ára vinnu að undirbúa það, eins og hv. frsm. minntist á, og hefir aðallega verið unnið að því af Þórði Eyjólfssyni hæstaréttardómara. Á síðasta ári hafa þó 2 menn bætzt við, sem hafa unnið að þessu verki, en það eru hæstaréttardómararnir Gissur Bergsteinsson og Einar Arnórsson. Hafa þeir unnið að frv. nú síðasta ár, eftir að Þórður Eyjólfsson hafði gert uppkast að og lagt fyrir þá.

Í þessu frv. eru mörg ákaflega mikilsverð nýmæli, og verður að sjálfsögðu eigi farið inn á það nú við þessa umr. En það, sem ég vildi sérstaklega taka fram í sambandi við athugun þessa máls hér á þingi, er, að ég geri ráð fyrir, að þegar n. fer að athuga frv. og einstakar gr. þess, þá geri hún það fyrst og fremst í samstarfi við þá menn, hæstaréttardómarana, sem samið hafa þetta frv., og sama er nauðsynlegt, að einstakir hv. þm. geri, sem kynnu að vilja gera brtt. við einstök ákvæði frv. Það skiptir miklu máli, að þessi óvenjulegu vinnubrögð séu viðhöfð um þetta mál, að menn snúi sér til n. og ræði síðan við þá 3 menn; sem hafa samið frv., um þá breyt., sem þeir vilja gera. Hér er um svo stóran lagabálk að ræða, að hætt er við, að ef farið væri að gera breyt. við einstök atriði, gæti það komið í bága við önnur ákvæði frv. og ef til vill raskað samræmi þess.

Ég mun svo ekki við þessa umr. fara frekar inn á þetta frv. nema sérstakt tilefni gefist til.