11.12.1939
Neðri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 800 í B-deild Alþingistíðinda. (1528)

151. mál, ábúðarlög

*Pétur Halldórsson:

Herra forseti! Ég vildi aðeins spyrja hv. þm., þar sem mér er það ekki almennilega ljóst, hvað geti valdið því, að eigandi jarðar vilji heldur láta hana fara í eyði heldur en að leigja hana, ef hann eins og hv. þm. sagði, fær ekki nógu háa leigu: Getur það talizt búhnykkur fyrir jarðeiganda að láta jörð heldur standa í eyði en að leigja hana þeim. sem hæst býður?

Mér skilst, að það, sem vaki fyrir með flutningi þessa frv., sé, að nokkur brögð hafi verið að því, að menn vilji heldur láta jarðir standa auðar heldur en að leigja þær fyrir það verð, sem býðst. En mér er það ekki ljóst, að þetta geti verið búhnykkur fyrir nokkurn mann.