11.12.1939
Neðri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 802 í B-deild Alþingistíðinda. (1533)

151. mál, ábúðarlög

*Pétur Halldórsson:

Herra forseti! Ég fékk eiginlega ekki fram það, sem ég var að leitast við að fá fram með þeim orðum, sem ég sagði, en það var, hvort ekki væri svo komið, að ábúðarl. væru orðin svo undarleg í þessu landi, að það kynnu að vera einu útgöngudyrnar fyrir marga jarðeigendur að láta jarðir sínar heldur vera í eyði en byggja þær á meðan þessi löggjöf er óbreytt. Mér datt í hug, hvort ekki væri hægt að fá einhverjar upplýsingar um þetta við þessar umr.

Ég minnist þess, að þegar ábúðarl. voru sett, þá sagði einn þm. þessarar d., sem ekki er neinn flysjungur og Framsfl. hefir tekið mikið tillit til, að þessi löggjöf væri svo óaðgengileg, að ef hann væri ungur maður, þá myndi hann heldur fara burt af landinu en sætta sig við aðra eins löggjöf og hér væri verið að setja. Og skyldi það ekki vera ein af ástæðunum, hvernig ábúðarlögin eru, og að búið er að herða svo að, að ekki verður búandi í landinu?