07.12.1939
Efri deild: 77. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 820 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

82. mál, útsvör

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Þó að ég hafi ekki mikla trú á þessu frv., mun ég samt fylgja því.

Ég vil benda hv. 2. landsk. á, að ef till. hans verður samþ., þá er nauðsynlegt, að hann taki til athugunar, hvernig fer með útsvar, sem er greitt eftir áramót. Samkv. l. er útsvar greitt á árinu frádráttarhæft til skatts, en ef útsvar verður samkv. hans till. greitt á næsta ári eftir að það er á lagt, þá er það ekki frádráttarhæft, a. m. k. ekki árið, sem það er á lagt. Þess vegna verður hv. þm., ef brtt. hans er samþ., að koma með aðra brtt. við þetta.