06.12.1939
Efri deild: 77. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 821 í B-deild Alþingistíðinda. (1611)

82. mál, útsvör

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég býst við, að misskilnings gæti hjá hv. 2. landsk. Með hans till. er ætlazt til, að gjalddagi útsvars nái fram á mitt næsta ár eftir að niðurjöfnun er lokið. Eftir skattalögunum eru frádráttarbær þau útsvör, sem greidd eru á árinu. Ef þetta verður að l., þá er mikill hluti útsvars ekki frádráttarbær frá skatti það árið, sem það er lagt á. Þess vegna verður að breyta skattalögunum til þess að allt útsvarið verði frádráttarbært.