16.12.1939
Efri deild: 86. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

48. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Bjarni Snæbjörnsson:

Eins og hv. 2. landsk. talaði um við 2. umr. þessa máls, skrifuðum við báðir undir málið með fyrirvara. Við leggjum til, að í stað orðanna „allt árið“ komi: frá l. júní til 30. sept. ár hvert. — Hv. 2. þm. Eyf. hefir skrifað undir brtt. með okkur. Ég þarf ekki að ræða réttmæti þessarar brtt., það var þegar gert við 2. umr. málsins, en ég vil aðeins geta þess, að brtt. er hin sama með tilliti til frv. eins og það var við 2. umr. Einnig vil ég taka það fram, að í brtt. stendur „allt árið“ í greinarlok, en ætti réttilega að standa „allt árið“ í lok 2. málsgr. Ég skal sjá um að þessu verði breytt áður en sent verður í prentsm. Önnur brtt. frá hv. 1. þm. Reykv. fer í svipaða átt og okkar till. en undirstrikar, að heimild atvmrh. komi skýrt fram í lögunum.