13.12.1939
Neðri deild: 82. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (1760)

155. mál, friðun Eldeyjar

*Sigurður E. Hlíðar:

Ég vildi leyfa mér að bera fram fyrirspurn. Ég hafði orð á því í fyrra við nokkra þm., hvort ekki myndi ástæða til að koma fram með frv. um friðun fálka, þar sem fátt er nú orðið eftir af þeim fugli. Mér var svarað, að n. manna væri að athuga þetta mál og undirbúa löggjöf um það, sem ná ætti til alls landsins. Ég vil nú spyrja, hví nú þurfi að fara að friða súluna fremur en fálkann, — og hvað liður yfirleitt fálkafriðunarmálinu?