19.04.1939
Neðri deild: 44. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 905 í B-deild Alþingistíðinda. (1783)

77. mál, berklavarnalög

Flm. (Vilmundur Jónason):

Í grg. frv. eru leidd rök að því, hve mikla nauðsyn beri til þess að endurskoða berklavarnal., og sömuleiðis er í grg. lýst í aðalatriðum og nógu rækilega, í hverju breyt. eru fólgnar, sem farið er fram á í frv. að gerðar séu á berklavarnalöggjöfinni. Ég hirði ekki um að endurtaka það, en læt nægja að visa til grg.

Ég óska, að málinu verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og allshn.