12.12.1939
Neðri deild: 81. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 913 í B-deild Alþingistíðinda. (1850)

153. mál, sala á spildu úr landi Saurbæjar

*Frsm. (Pétur Ottesen):

Ég vil leyfa mér að

skírskota til nál. landbn., þar sem hún mælir með því, að þetta frv. verði samþ. Ég skal geta þess, að auk þess, sem samþykki sóknarprestsins hefir fengizt fyrir því að selja þennan hluta út úr landi staðarins, hefir einnig verið aflað samþykkis prófastsins í Borgarfjarðarprófastsdæmi fyrir þessu. Sömuleiðis samþykkis biskups, og í 3. lagi kirkjumálaráðh. Það hefir verið leitað til þeirra aðila, sem salan heyrir undir, og þeir hafa samþ., að hún megi fara fram. — Ég hefi ekki neitt frekar fram að færa um þetta mál.