21.12.1939
Neðri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 937 í B-deild Alþingistíðinda. (1896)

130. mál, lögreglumenn

*Frsm. (Thor Thors) :

Allshn. hefir haft þetta

mál til athugunar og borið það saman við gildandi l. um þetta efni.

Eins og kunnugt er, felur frv. í sér nokkrar breyt. á l. um lögreglumenn, sem sett voru 1933, — það eru aðallega tvær breyt., sem um er að ræða.

Í fyrsta lagi heimild til að auka varalögregluna. Í gildandi l. er dómsmrh. heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að auka við lögregluna varalögreglumönnum, en hann þarf þó að leita til þess samþykkis bæjarstj., og þó eru nokkrar skorður settar fyrir því, hve mikið ríkissjóður borgi af þeim kostnaði. Frv. fer fram á þá breyt. að dómsmrh. ráði, hvenær varalögreglan sé stofnsett, en framlag ríkissjóðs er takmarkað við 1/3 af öllum kostnaði við lögregluliðið. En samkv. gildandi l. er það ¼ kostnaðar.

Þá er hin aðalbreyt. sú, að senda má lögreglu til starfa hvert sem er á landinu, ef þörf þykir. Allshn. telur nauðsyn á, að jafnan sé séð fyrir, að nægilegt lögreglulið sé til verndar þjóðfélaginu og borgurunum, hvenær sem þörf er. Og það verður að teljast einn af hyrningarsteinum hvers þjóðfélags, að bak við löggjöfina sé vald til þess að halda uppi lögum og lögvernd, og við teljum, að betur sé séð fyrir því með þessu frv., ef að l. verður, heldur en með gildandi l. Og allshn. leggur einróma til, að frv. verði samþ.