19.04.1939
Neðri deild: 44. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (194)

28. mál, dýralæknar

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti! Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefir verið endursent hingað frá Ed., vegna þess að það hefir verið samþ. þar svolítið breytt frá þeirri mynd, sem það var samþ. í hér Nd. En sú breyt. er þess eðlis, að engin ástæða er til þess að hika við að samþ. frv. þannig. Í hinu upprunalega frv. stóð í 4. gr.: „eða endurgjalda honum ferðakostnað eftir fyrirmælum 3. gr.“ En landbn Ed. lagði til, að á eftir orðinu „fyrirmælum“ bættist : síðari málsgreinar. — Ég var kallaður á fund landbn. í Ed. og það borið undir mig, hvort ég gæt fellt mig við þessa brtt., og kvað ég það vera. Ég legg til, að þessi d. samþ. þetta frv. með þessari breyt.