22.12.1939
Neðri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (1962)

149. mál, héraðsskólar

*Thor Thors:

Ég vil leyfa mér að mótmæla því, sem hv. 2. þm. Rang. sagði, að það væri

leikaraskapur í þeirri till., sem ég bar fram. Það hafa um mörg ár verið ákveðnar raddir í Snæfellsnessýslu um að fá skóla þar. Ég veit ekki betur en að í Sunnlendingafjórðungi sé stærsti skóli landsins, nfl. á Laugarvatni. Samt mun ég ekki leggja á móti því, að héruðin hafi heimild til þess að koma sér upp sérstökum skólum, en vil mikið fremur mæla með því, að þetta hérað hafi leyfi til þess að koma sér upp skóla.

Nú vill svo til með Snæfellsnessýsluna, að til er staður í héraðinu, sem hefir sögulegar minningar, þar sem er Helgafell. Út af því, sem hv. þm. Barð. sagði, og till. hans um, að Snæfellingar legðu í skóla á Reykhólum, vil ég segja það, að Snæfellingar munu ekki frekar sækja skóla að Reykhólum en í Reykholt. Það er eindregin ósk þeirra að eignast sinn eiginn skóla heima í héraði, og því ber ég fram þessa tillögu.