16.02.1939
Neðri deild: 2. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (20)

Kosning fastanefnda

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt ósk frá Framsóknarflokknum um það, að hann fái leyfi til, meðan þeir hv. þm. A.-Sk., Þorbergur Þorleifsson, og hv. þm. Barð., Bergur Jónsson, geta eigi komið til þings, að setja menn í þeirra stað í þær nefndir, er þeir hafa verið kjörnir í. Er óskað eftir, að Bjarni Ásgeirsson taki sæti Bergs Jónssonar í sjútvn., Jörundur Brynjólfsson taki sæti Bergs Jónssonar í allshn. og Gísli Guðmundsson taki sæti Þorbergs Þorleifssonar í samgmn. Skoða ég það samþ., ef enginn mælir því í gegn.