09.11.1939
Efri deild: 57. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (2020)

22. mál, tollskrá

Forseti (EÁrna):

Mér hefir borizt svo hljóðandi dagskrá:

„Þar sem mjög mikil hækkun hefir orðið á farmgjöldum og ófyrirsjáanlegt, hversu mjög farmgjöld kunna að hækka vegna styrjaldarinnar, telur deildin ekki rétt að gera nú þá breyt. á gildandi tollalöggjöf, að hverfa að því ráði að miða verðtollinn við cif-verð vörunnar, enda hefir að öðru leyti orðið stórfelld röskun á öllu verðlagi og viðskiptum, sem gefur tilefni til að taka frv. það um tollskrá, sem fyrir liggur, til nýrrar meðferðar. Í trausti þess, að ríkisstjórnin leggi nýtt frv. um tollskrá fyrir næsta Alþingi, þar sem tekið er tillit til þessara breyttu aðstæðna, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Liggur nú dagskrá þessi einnig fyrir til umræðu.