22.12.1939
Neðri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1048 í B-deild Alþingistíðinda. (2049)

22. mál, tollskrá

Skúli Guðmundsson; Ég á brtt. ásamt þm. A.-Sk. (JÍv) á þskj. 5(19, og er það brtt. við 111. gr. frv. Í 1. málsgr. 10. gr. er ákvæði um það, að þótt greitt sé flutningsgjald, sem er undir almennu flutningsgjaldi eða sendingarkostnaði, skuli allt að einu leggja til grundvallar hinn almenna sendingarkostnað við álagningu verðtolls. Við höfum borið fram þessa brtt. til frekari skýringar og samþykkt hennar á að fyrirbyggja það, að innflytjendur þurfi að greiða hærra flutningsgjald en almennt gerist, t. d. vegna þess að þeir flytja inn til hafna, þar sem affermingarskilyrði eru slæm, eða flytja inn minna vörumagn heldur en aðrir, sem geta tekið heila skipsfarma á sama stað. Fjhn. hefir ekki getað fallizt á að mæla með till. okkar eins og hún er orðuð, en hinsvegar hefir n. tekið að nokkru lyti til greina okkar sjónarmið í einni brtt., sem hún ber fram á þskj. 540. Ég get lýst því yfir fyrir hönd okkar flm., að við getum tekið þessa brtt. okkar aftur, ef við fáum samþ. brtt. við till. fjhn., sem við ætlum að bera fram. En þessi nýja brtt. okkar er skrifleg. Hún er við 3. lið brtt. n. á þskj. 540 og er þannig, að á eftir orðunum „sem greiddur er vegna slæmrar aðstöðu við affermingu“ komi:

eða vegna þess að skip affermir á fleiri höfnum en einni. Málsgr. myndi þá, þegar þessi breyt. væri komin, hljóða þannig: „Þá skal og heimilt að draga frá þann hluta flutningsgjalds, sem greiddur er vegna slæmrar aðstöðu við affermingu eða vegna þess, að skip afferma á fleiri höfnum en einni, ef gerð er fullnægjandi grein fyrir þeim kostnaðarauka.“ — Til frekari skýringar get ég bent á það t. d., að ef frv. hefði verið samþ. eins og það var eftir 2. umr., mátti gera ráð fyrir, að þeir sem flytja inn byggingarefni til smærri hafna, hefðu orðið að greiða hærri verðtoll heldur en þeir, sem flytja inn til stærri staða. Hinsvegar taldi n. ekki rétt. að þeir, sem verða að greiða hærri gjöld, verði einnig að greiða hærri verðtoll, og þessi brtt., ef samþ. verður, á að fyrirbyggja, að slíkt komi fyrir. Ég vil því afhenda forseta þessa skrifl. brtt. okkar hv. þm. A.-Sk., og tökum við um leið aftur brtt. okkar á þskj. 509, í trausti þess, að þessi skrifl. brtt. verði samþ.