22.12.1939
Neðri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1050 í B-deild Alþingistíðinda. (2053)

22. mál, tollskrá

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Ég ætla aðeins að lýsa því yfir fyrir hönd n., að hún leggur til, að till. hv. 2. þm. Skagf. verði samþ. Einnig leggur n. til, að brtt. hv. þm. V.-Húnv. og hv. þm. A.-Sk. verði samþ. að nokkru leyti. Að vísu telur n. ekki mikla þörf á þessum till., þar sem samskonar ákvæði eru í frv. Ég vil lýsa því yfir, að fjhn. er því meðmælt, að fyrsta brtt., Í l. á þskj. 510 verði samþ. — hún er um að lækka toll á hveiti —, en n. leggur til, að aðrar till. á þessu þskj. verði felldar. N. sá ekki ástæðu til að lækka toll á öðru en hveitikorni, og ef við aukum stórkostlega innflutning á hveiti vegna Ameríkusambandsins, má telja, að við höfum hér góða aðstöðu. Sérstaklega vill n. þó mæla á móti síðustu brtt. á þskj. 510.

Annars þarf varla að ræða mikið í sambandi við þessar brtt. við þessa umr. Ég vildi þó, að það kæmi í þingtíðindunum, að orðið „farmgjöld“ í brtt. á þskj. 501 þýðir vitanlega það sama eins og „flutningsgjöld“ annarstaðar í frv.