27.12.1939
Efri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (2138)

150. mál, ríkisborgararéttur

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti! Ég tek undir það sem frsm. n. sagði í sinni ræðu. Þau rök, sem hann færði fram, eru í nafni n. föluð. Það er sjálfsagt að fara að ósk hæstv. ráðh., að fresta málinu til morguns, en þá er líka nauðsynlegt að fá hegningarvottorð frá Noregi frá árunum 1931–1933, því þessi maður dvaldi þar þá um tíma. Að öðru leyti vildi ég segja það, að ég tel, að eins og nú standa sakir, sé það varhugavert að ganga lengra en l. heimila.

Ég minnist þess, að um eitt skeið talaði ráðh. um það, að enginn gæti fengið ríkisborgararétt, nema hann hefði afsalað sér honum í sínu landi. En hve miklar líkur eru til, að þessi maður hafi afsalað sér þeim rétti?

Það er spursmál, hvort við eigum að gera Norðmönnum þann greiða eða ógreiða að festa þennan mann hér á landi, sem þeir þurfa kannske að kalla hvenær sem er í stríðið.

Þá vildi hæstv. ráðh. benda á það, að þessi l. væri fyrir íslenzka hagsmuni. Það er alveg rétt. En þegar litið er á það, hve mikil völ er hér á mönnum með slíka sérkunnáttu, sem þessi maður, þá fer það að vera vafasamt, hve miklir hagsmunir það eru fyrir okkar þjóðfélag að halda sérstaklega í hann.