02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1089 í B-deild Alþingistíðinda. (2194)

170. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Eins og nál. allshn. ber með sér, leggur hún til, að frv. verði samþ. Frv. hefir aðeins inni að halda breyt. á ákvæðinu um kjörtíma landsbankanefndarinnar. Það var áður ákveðið, að kjörtímabilið væri til 6 ára, en er nú miðað við almanaksár. Var kjörtími landsbankanefndarmanna oft breytilegur, vegna þess hve Alþingi starfar oft á mismunandi tímum.

Þá er einnig lagt til að fella burt fyrirmæli laganna um, að aðalfund skuli boða með mánaðar fyrirvara, vegna þess, að það hefir oft viljað gleymast fyrir mönnum að sækja fundi, sem boðaðir eru með svo löngum fyrirvara.

Nefndin mælir með því, að frv. verði samþ.