21.02.1939
Neðri deild: 5. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

5. mál, innheimta ýmissa gjalda 1940

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Í þessu frv. er lagt til, að framlengd verði til ársloka 1940 lagaákvæði þau, er nú gilda, um að innheimta eignarskatt með 10% viðauka og ennfremur vitagjald, aukatekjur ríkissjóðs þær sem taldar eru í l. nr. 27 27. júní 1921, I–VI kafla, og stimpilgjald samkv. l. nr. 75 27. júní 1921 með 25% viðauka. Loks er lagt til að framlengja til ársloka 1940 gildandi lagaákvæði um að innheimta skemmtanaskatt samkv. 1. nr. 56 31. maí 1927, með 80% álagi af kvikmyndasýningum og 20% álagi af öðrum skemmtunum.

Þess skal getið, að ákvæðunum i. l. frá 1938 um 25% viðauka á ýms aðflutningsgjöld sem og á verðtoll er sleppt í þessu frv. sakir þess, að næstu daga verður útbýtt frv. frá milliþn. í skattamálum, sem felur í sér téða viðauka.

Ég vil óska, að frv. þessu verði vísað til fjhn. og 2. umr.