28.12.1939
Neðri deild: 95. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1093 í B-deild Alþingistíðinda. (2225)

165. mál, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna

Forseti (JörB) :

Ég svaraði hv. 4. landsk. í gær, er hann hreyfði þessu, að ég skyldi athuga meðferð málanna, en gaf ekki loforð um neinn úrskurð. En þetta hefir þó borið á góma milli okkar forseta þingsins. Ég vil aðeins taka það fram, að þegar leitað er afbrigða, þá er það gert til þess að flýta fyrir meðferð málanna. En oft kemur það fyrir, að ekki er hægt að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru þegar afbrigði eru veitt, eins og t. d. að fá samþykki ráðherra. Þá er venja að fara ekki stranglega í þær sakir, og það hefir verið látið átölulaust, þótt bókstaf laganna væri ekki með öllu fylgt. Því að afbrigði hafa auðvitað engin áhrif á afgreiðslu málanna eða úrslit. Ég vona, að hv. 4. landsk. láti sér þetta nægja.