28.12.1939
Neðri deild: 95. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1093 í B-deild Alþingistíðinda. (2226)

165. mál, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna

Ísleifur Högnason:

Úr því að hæstv. forseti hefir ekki viljað kveða upp úrskurð í þessu máli, þá vil ég leyfa mér að skírskota til 48. gr. stjskr. sem bindandi fyrir Alþingi og mótmæla afgreiðslu málsins í deildinni og áskil mér rétt til þess að fara með mál mitt lengra, ef frv. ná samþykki þingsins.