02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (2231)

165. mál, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna

*Magnús Jónsson:

Mér hefir verið bent á það, sem ég vildi vekja athygli á, að í 5. gr. þessa frv. stendur: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1940. — Þar sem nú er komið fram yfir 1. jan. 1940, vil ég vekja athygli hv. þd. á því, hvort henni finnist það ekki óviðkunnanlegt, að láta þetta standa í l., að þau öðlist gildi áður en þau verða til. Vafalaust mætti leiðrétta þetta með skrifl. brtt. og láta í staðinn fyrir þessi orð koma: Lög þessi öðlast þegar gildi. Það mundi kosta, að frv. færi til Nd. aftur. en ég sé ekki annað en að það sé meinlaust, því að hér væri ekki um aðra breyt. að ræða en formsbreyt.