11.12.1939
Neðri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1097 í B-deild Alþingistíðinda. (2248)

143. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. (Bergur Jónsson) :

Ég get ekki tekið undir það með hæstv. atvmrh., að þessar breyt. séu alveg nauðsynjalausar. N. er sammála um. að þær færi frv. til betra forms en það hafði áður, sérstaklega viðvíkjandi því, að þetta sé breyt., en ekki viðauki.

Það, sem gert er með brtt., er að draga saman

l. nr. 10 frá 1938 og frv. það, sem fyrir liggur. þannig að l. verði í sem fæstu máli. Annars sker hv. d. úr því, hvernig þetta form skuli vera, en það er áreiðanlega réttast að kalla þetta breyt., en ekki viðauka, því að hvort sem brtt. verða felldar eða ekki, þá er þetta breyt., en ekki viðauki.