21.12.1939
Efri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1098 í B-deild Alþingistíðinda. (2257)

143. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Þetta mál hefir legið fyrir sjútvn., en er flutt af hv. þm. G.-K., núv. atvmrh. Í frv. er aðeins farið fram á að ákveða í l. ráðstafanir, sem nú mun vera að miklu leyti búið að undirbúa. N. fékk þær upplýsingar, að allar ráðstafanir hefðu verið gerðar um aukningu á Raufarhöfn og að nokkru leyti á Siglufirði. Í 1. gr. er gert ráð fyrir, að Raufarhafnarverksmiðja verði aukin allt upp í 5000 mál, en aukningin á Siglufirði á að nema 2000 málum. Um þetta hefir staðið allmikill styrr á þingi og í blöðum, en með þessu virðist málið vera komið í örugga höfn.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál. Ég geri ráð fyrir, að um það verði ekki frekar deilt í þessari hv. d. en í hinni d., sem var alveg sammála um að samþ. þetta frv., með þeim ráðstöfunum, sem því er ætlað að lögfesta.