02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í B-deild Alþingistíðinda. (2278)

112. mál, meðferð einkamála

*Garðar Þorsteinsson:

Ég vil aðeins benda þessum hv. þm. á það, að í l. var ekki gerður neinn greinarmunur á því, hvort þeir lögfræðingar, sem tækju þessi próf, hefðu áður gegnt dómarastörfum eða ekki. Vitanlega eru margir menn hér í Rvík, sem hafa gegnt dómarastörfum, og ef þessir menn vildu fá réttindin, urðu þeir að taka þetta próf, allt fram á þennan dag. Ég sé ekki ástæðu til þess, ef nýir menn koma með sömu skilyrði, að þeir ættu frekar að sleppa. Það er allt annað að vera málaflutningsmaður eða dómari.