24.03.1939
Neðri deild: 26. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

47. mál, síldarsmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Sjútvn. varð sammála um að mæla með því, að frv. þetta yrði samþ. með lítilli breyt., sem er í því fólgin, að eignarlánsheimildin er bundin við Raufarhafnarverksmiðjuna, af því að það upplýstist, að ekki lá fyrir nein sérstök nauðsyn fyrir aðrar síldarverksmiðjur ríkisins um að fá slíka heimild. Og sjútvn. leit svo á, að það mundi verða skoðað sem sjálfsagður hlutur, að síldarverksmiðjur ríkisins fengju slíka heimild, þegar þær þörfnuðust þess. Og n. leit svo á. að það væri líka mjög sennilegt, að þær hefðu nægilegt ráðrúm til þess að leita slíkrar heimildar í hvert skipti, og væri þess vegna réttast að gefa ekkert fordæmi um að veita slíka eignarnámsheimild svona óbundið eins og var í frv. upphaflega.

Ég held, að enginn árekstur sé um þetta mál, hvorki um að sjálfsagt sé að veita síldarverksmiðjum ríkisins þessa heimild, þegar þær þarfnast þess, né heldur hitt, að slíkar heimildir eigi að veita jafnóðum og nauðsyn krefur.

Óska ég þess vegna, að hv. þd. fallist á að samþ. frv. eins og nú er frá því gengið.