03.01.1940
Neðri deild: 98. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1129 í B-deild Alþingistíðinda. (2287)

112. mál, meðferð einkamála

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég skal ekki lengja umr. mikið, en ég vil taka undir það með 7. landsk. út af brtt. hans, að ég tel þær vera, eins og hann benti á, eðlilega tilliðkun á ákvæðum l., sem nú eru í gildi og við stóðum að á sínum tíma, ég og hv. þm. Barð. Ég vænti, að hv. þm. Barð. geti við nánari athugun fallizt á, að brtt. hv. 7. landsk. séu eðlilegar. (BJ: Báðar?). Já, þó fyrst og fremst aðaltill. Ég skal taka það fram, að eins og störfum málaflm. er háttað, þá er hverjum málaflm. útgjaldalaust að taka þetta próf. Ef þeim er ekki sjálfum trúað fyrir málum, sem teljast hæf sem prófmál, þá geta þeir leitað til stóru málaflutningsskrifstofanna í bænum, og þær láta þeim með gleði í té prófmál til að standast þessa raun. Áður hafa margir málaflm. lokið þessu prófi og goldið 50 kr. fyrir leyfisbréf, og er það óréttlátt gagnvart þeim, sem hafa lagt vinnu og peninga í að taka prófið, að hinir, sem hafa trassað að taka það, geti losnað við það. Ég vildi óska, að till. hv. 7. landsk. fengi góðar undirtektir, og ég er viss um, að það verður, ef menn hugsa málið rækilega.