03.01.1940
Neðri deild: 98. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í B-deild Alþingistíðinda. (2331)

166. mál, fræðsla barna

*Einar Olgeirsson:

Ég skal ekki tefja umr. Ég vildi bara benda á það, að það er dálítið einkennilegt að bera þetta frv. fram sem sérstaka ráðstöfun vegna ófriðarins. Ég get ekki séð, hvað það stendur í sambandi við ófriðinn, hvort bókleg kennsla í einhverjum sérstökum skólum er minnkuð. Í 1. gr. frv. stendur meðal annars: „Ennfremur er ráðh. heimilt að ákveða, að fjölga skuli kennslustundum í íslenzku, taka upp og auka vinnu- og íþróttakennslu, en minnka að sama skapi í öðrum bóklegum fræðigreinum“. Ég sé ekki, hvað þetta getur staðið í sambandi við styrjöldina. Í þessu liggur enginn sparnaður. Það er hægt að skilja fyrri hluta gr. um samdrátt skólahéraða, en síðari hlutinn virðist alveg vera út í loftið.