17.03.1939
Neðri deild: 21. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Flm. (Gísli Guðmundsson):

Við flm. frv. höfum ekki gert ráð fyrir, að bankar yrðu reknir í sambandi við þessi félög, en ef svo væri, yrðu bankastjórarnir þar ráðnir upp á hlut. Það er undarlegt, að þessi hv. þm. telur, að forstöðumenn útgerðarfyrirtækja hér séu svo lágt launaðir, að ekki geti komið til mála að lækka laun þeirra með því að láta þá vinna upp á hlut. Ég hélt, að hann væri þeirrar skoðunar, að í ýmsum tilfellum hefðu að undanförnu verið greidd óþarflega há laun fyrir ýmisleg þess háttar störf.