17.03.1939
Neðri deild: 21. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í B-deild Alþingistíðinda. (2341)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Einar Olgeirsson:

Ég býst við, að hv. þm. N.-Þ. sé ljóst, hvað það er, sem hlutarútgerð gildir í smáútgerð hér á landi. Það er, að laun þeirra, sem við þessa útgerð starfa, mundu lækka. Stórútgerð hefir ekki verið rekin hér á landi með hlutaskiptafyrirkomulagi, og ekki líklegt, að það verði gert. En viðvíkjandi því, sem hv. þm. sagði um bankana, þá vildi ég spyrja hann, hvort hann gerði ráð fyrir. að þessi tilvonandi hlutarútgerð yrði rekin bankalaust.